Réttur


Réttur - 01.07.1977, Side 40

Réttur - 01.07.1977, Side 40
Grænland er ekki aðeins amt í Dan- mörku. Það er líka hluti Efnahagsbanda- lags Evrópu. Fiskimiðin við Grænland eru því ekki aðeins fiskimið Grænlend- inga sjálfra, heldur eru þau líka fiskimið Breta, Þjóðverja, Erakka og annarra. En sjáum til. Aðild Grænlands að Efnahagsbandalaginu varð þvert gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta Grænlend- inga, og þetta ástand fær ekki staðist til lengdar. Og við vitum, að framfarasinnaðir Grænlendingar róa að því öllum árum að losa um böndin, sem tengja Grænland við Danmörku og Efnahagsbandalagið, og þegar að ]rví kemur, mun vera hægt að fullu að hafa Grænlendinga með í samvinnu okkar hinna. hvern tíma þóttu hugarórar og hyllingar, en með tímanum varð að bláköldum veruleika — eins og t. d. það, að ísland varð sjálfstætt lýðveldi. Og í upphafi var orðið. Sannfærður er ég um, að áður en langt um líður, verður víðtæk samvinna ís- lendinga, Færeyinga, Norðmanna og Grænlendinga um varðveislu og hagnýt- ingu auðæfa hafsins að veruleika. E. P. (Aðalfyrirsögn, millifyrirsagnir, myndir og það sem undir þeim stendur, eru ,,Réttar“). Góðir hlustendur. Ég ætla ekki að þreyta ykkur lengur með þessu rabbi mínu. Ég hef kannski verið berorður, en samt hef ég reynt að vera hreinskilinn. Ég hef talað sem Færeyingur, en líka — og á það legg ég áherslu og bið ykkur að athuga — sem einlægur fylgjandi nor- rænnar samvinnu. Ég hef bent á misbresti í sambúð Norð- urlandaþjóða. Ég hef reynt að benda á leiðir til að koma á sómasamlegri skipan og ný verkefni í þessu samstarfi okkar. Ég hef í þessu erindi komið víða við og hef orðið að stikla á stóru. Að lokum hef ég sýnt fram á nauðsyn þess, að þessar fjórar þjóðir hér við Norð- ur-Atlantshaf vinni saman að varðveislu og hagnýtingu fiskimiðanna sem hér eru. Þetta mun kannski einhver kalla hug- aróra og hyllingar. En þá er að minna á, að það er svo margt hér í heimi, sem ein- 184

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.