Réttur


Réttur - 01.07.1977, Side 46

Réttur - 01.07.1977, Side 46
— og svo mjög sem auðvaldið eðlilega reynir að hagnýta sér þau hermdarverk og hampa þeim svo að ekkert sjáist ann- að, — þá þarf öll sú alþýða heims, sem enn berst fyrir frelsi sínu, lífi og valdi gegn yfiidrottnun auðvaldsins, að gera sér það fyllilega ljóst, — að eigi aðeins lifir hugsjón sósíalismans þar eystra, sem henni var rudd brautin inn í veruleikann með byltingunni forðum, — heldur er og þar í Sovétríkjunum að finna sterkasta vald sósíalismans á jörðunni, — það eina vald, sem heldur yfirgangi ameríska auð- valdsins í skefjum, — valdið, sem bjargar Kúbu, þegar viðskiptabann Bandaríkj- anna ætlaði að kæfa byltinguna í fæðing- unni, — valdið, sem vopnvæddi Víetnam, svo heimssögulegur sigur þjóðfrelsis þess ynnist á auðvaldi Baudaríkjanna, — vald ið, sem afturhaldið óttast og hatar, en sjálfstæð stríðandi alþýða undir flestum kringumstæðum getur treyst4 — þrátt fyrir allt. III Tortíming mannkyns eða afvopnun Er þá sigur sósíalismans í heiminum öruggur fyrr eða síðar, fyrst tæp 40% jarðarbúa eru nú þegar á braut hans? Nei. Þegar þeir Marx og Engels í upp- hafi Kommúnistaávarpsins móta kenn- inguna um sigur undirstéttarinnar í stéttabaráttunni, nefna þeir annan mögu- leika: „að báðar stéttir líði undir lok“. Og þessi möguleiki er nú til í miklu geigvænlegra formi en nokkru sinni fyrr. Það er eigi aðeins að nóg sé til af kjarn- orkusprengjum til að drepa hvert manns- barn á jörðunni sex eða sjö sinnum. Margsháttar mengun, er af skefjalausri þróun stóriðju stafar, ógnar einnig til- verugrundvelli mannkynsins. í fyrsta sinn síðan mannkynið varð til, vofir yfir útþurrkun þess af jörðinni. Við mennirnir lifum í dag við „jafn- vægi óttans", horfum upp á vaxandi víg- búnað þjóðanna einmitt livað alger tor- tímingartæki snertir, — og ef Jressi víg- búnaður ekki verður — ekki aðeins stöðv- aður — heldur og helsprengjur eyðilagð- ar, þá getur kjarnorkustríð brotist út hvenær sem er, jafnvel fyrir slysni og tor- tryggni: Lif mannkynsins er i hættu, ef ekki tekst að lt7iýja fram afvopnun í stór- um stíl sem fyrst. Hver er aöalþröskuldur allrar afvopnunar? Auðmannastétt Bandaríkjanna er mesti vopnaframleiðandi heims. Vopna- framleiðslan er langsamlega gióðavæn- legasta og öruggasta atvinnugrein henn- ar, fyrst og fremst í höndum sterkustu og voldugustu auðhringanna. Það er klíka Jaessara stóriðjuhölda og herforingja sem ræður Bandaríkjunum (Eisenhower) — og hún knýr fram sívaxandi herbúnað, hverju sem forsetar svo lofa, eins og best sést á viðbrögðum Carters nú, er hann tekur að svíkja kosningaloforð sín vegna hagsmuna Jæssara valdhafa. Öll afvopnun Jrýðir Jiví stórkostlega minnkun gróðans hjá auðmönnum Bandaríkjanna og móti }:>ví berjast þeir með öllum ráðum, — myndu vafalaust ekki hika við að láta CIA myrða forseta, sem færi að framkvæma afvopnun. En hvað um vopnaframleiðslu Sovét- ríkjanna? Öll vopnaframleiðsla þeirra er Jjjóð- nýtt, Jiað þýðir: enginn einstaklingur 190

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.