Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 51

Réttur - 01.07.1977, Síða 51
ÞORSTEINN VAI,DIMARSSON Minning Þorsteinn Valdimarsson hefur kvatt. Þjóð hans mun fyrst smátt og smátt gera sér þess grein hvílíkt listaskáid hún hef- ur misst, hvílíkan sniliing forms og fegurðar, hvílikan töframann innlifunar jafnt í unað blómsins sem ógn atómsprengjunnar. Hann kom sem hugsjónarinnar riddari úr þeirri hæverskunnar hirð, er búsett var í baðstofunnar höll, — með hneigingu og bros á vör inn í gráan hversdagsleik borg- aralega lífsins — og það varð allt bjart og hátíðlegt, fagurt umhverfis hann hvar sem hann fór og stóð ,sem geislaði af honum annarlegur þokki. Hann kom sem fjölkunnugur hörpusveinn út úr álfaborg skáldgyðjunnar og hann gat slegið á hörpu sína öil þau lög, sem á íslandi voru sköpuð frá upphafi vega. Tor- skilinn, djúphugsaður fornyrðaskáldskapur, leiftrandi danslagahættir miðalda og hvers- konar tilbrigði seinni tíma orðlistar, — allt lék það í hendi hans. Þessi Ijúflingur Ijóðsins, þessi sendiboði alls hins smæsta og varnarlausasta í líf- inu: blómsins, flugunnar, fuglsins, kom til vor á atómöld vitstola valdhafa og gróða- blindra auðhringa og á örlagastundum þjóðarinnar birtist hann henni með refsivönd spámannsins reiddan: „Þeim verður hvíldin síður en þæg sem sviku sitt fólk í tryggðum. Dreyra sár og svíða.“ Þorsteinn gaf „Rétti“ margt sinna bestu kvæða — svo sem „Hrafnamál“, — í tvo áratugi og þýddi fyrir Rétt bæði „Promeþeif“ Goethes og „Vefjarslag Heines“. „Rétt- Ur“ á honum mikið upp að unna. Við höfum nú fengið leyfi til þess að birta þrjár af kveðjum þeim til Þorsteins, er birtust í Þjóðviljanum við andlát hans — svo þær megi 9eymast hér. Það eru greinar Brynjólfs Bjarnasonar, Magnúsar Kjartanssonar og Arna Kristjánssonar. Fara þær hér á eftir: 195

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.