Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 63

Réttur - 01.07.1977, Síða 63
INNLEND S5BS ■ VÍÐSJÁ ■ Réttur Grænlendinga Á síðasta Alþingi (1976) flutti Magnús Kjartansson eftirfarandi þingsályktunar- tillögn um aðild Grænlendinga að Norð- urlandaráði og fylgdi greinargerð, sem á eftir henni fer, með: ,Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn- ina og fulltrúa íslands í Norðurlanda- ráði að beita sér fyrir því að Grænlend- ingar fái fulla aðild að Norðurlandaráði og velji fulltrúa sína sjálfir.“ Greinargerð „Norðurlöndin standa mjög framar- lega meðal þjóða heims að j)ví er varðar lífskjör, menningarmál og félagsmál. Þó eru til staðir innan Norðurlanda sem bera allt annan svip og mótast enn af þeim tíma þegar sum Norðurlandaríki voru nýlenduveldi. Verst er þetta ástand í Grænlandi. Þegar stöðu Grænlands var breytt 1953, þannig að landið liét ekki lengur nýlenda, heldur „amt í Dan- mörku“, var ástæðan sú, að þing Samein- uðu þjóðanna hafði samjjykkt að gera könnun á ástandinu í nýlendum þeim sem enn væru eftir á hnettinum, og dönsk stjórnvöld vildu af skiljanlegum ástæð- um ekki að sú könnun næði til Græn- lands. En afleiðingarnar urðu meira en formlegar. Danir tóku upp þá stefnu að gerbreyta lífsháttum Grænlendinga og þar með menningu þeirra. Þeir söfnuðu grænlendingum — að verulegu leyti með valdi — í jjorp og smábæi við ströndina og reyndu að koma á atvinnuháttum sem líktust J)eim sem t. d. tíðkast í flestum Evrópulöndum. Afleiðingin varð sú að nýlenduáþjánin varð miklu nærgöngulli við hvern einstakan grænlending en áður var. Grænlendingar voru flestir veiði- menn áður, og veiðimenn eru persónu- lega frjálsir hvernig svo sem yfirstjórn er háttað í landi þeirra. Þegar Grænlending- um var sntalað í bæi voru rætur þeirra við fortíðina rifnar sundur, og Jteir kynntust á degi hverjum hlutskipti ó- friálsra manna. Fullyrða má að nýlendu- áþjánin í Grænlandi hafi aldrei orðið verri en eltir að landið varð „amt í Dan- mörku“. Flutningsmaður jjessarar tillögu kynntist joví andrúmslofti sjálfur á all- löngu ferðalagi um vesturströnd Græn- lands sumarið 1975 ásamt öðrum fulltrú- um í samgöngumálanefnd Norðurlanda- ráðs. Á síðustu árum hefur el'lst í Grænlandi pólitísk vakning ekki síst meðal nngs fólks sem hlotið hefur menntun og kynnst ástandinu í öðrum Evrópulönd- um. Þetta unga fólk ber fram eðlilegar 207

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.