Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 36
Þvi fyrir öllu er fólksins helgi réttur,
sem fyrr en siðar,
— eflaust innan tiðar
öllum kjörum snýr.
Hvenœr lærið þið — hræfuglar horfinna
tima?
Vitið þið ekki, að vonlaus er ykkar glíma?
Þið fargið hverri frelsisvo?i
og fremjið glæþi lon og don
og viljið góðu granda.
Þið vinnið fyrir Washington
ogvitjið launa i Pentagon
í ríki illra anda.
Þið svikja kjósið sannleikann
og svívirðið hvern frjálsan mann,
en hyllið allir þrælinn þann
sem þrœlmennsku á mesla.
Og viljið honum veita allt hið hesta.
Þið eruð forsmán föðurlands
og flétlið þrœði svikabands
um ykkar eigið fólk.
En jafnvel blessuð börnin fá
sitt bitra hatur ykkur á
við blóðsins brjóstamjólk.
Hver taug sem ykkar eðli knýr
er ill og soraleg.
Þið eruð verri en villidýr
þvi vítisgrimmd í ykkur býr.
Þið gangið glœpaveg.
Hver taug er ólm af græðgi í gull
og gjörspillingin ræður.
Hver hugsun Ijót og lostafull
og lygaviljinn skæður.
Þið eruð eklii menn
og yltkar dómur senn,
mun ráðinn — rotnu þý.
Þvi frjálsan anda er ei
unnl að stöðva — nei.
Hann hunsar blóð og blý.
Svikarar lýðs og laga,
Ijóst er að ykkar saga
byltingar boðar daga.
Fjöldinn mun völdin vinna,
velsæld og heiður finna,
1 jöfnuði Jafna Sinna.
236