Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 40
Liu-Sjaó-Sí (t. v.), Wang, kona hans (í miðið), og kona Sukarnos, Hartini (t. h.), í Peking 1962.
ánægjuleg og fróðleg viðtöl, hreinskilni
og skarpskyggni Liús naut sín vel og oft
brá fyrir „humor", er viss viðkvæm mál
voru rædd.
Liú var snemma sjálfstæður hugsuður,
sem strax á árunum 1943—47 sýndi fram
á að Mao væri að aðlaga marxismann
þörfum kínverskrar bændabyltingar og
svo þjóðfrelsisbyltingarinnar — og rök-
studdi nauðsyn þess.
Árið 1959 varð Liú forseti kínverska
alþýðulýðveldsins og gengdi því heiðurs-
starfi allmörg ár, uns „menningarbylt-
ing“ vinstri ofstækismannanna hóf of-
sóknir sínar gegn honum sem fleiri ágæt-
um brautryðjendum byltingarinnar (—
eins og Stalín forðum á árunum 1936-38).
í október 1968 var hann rekinn úr mið-
stjórninni og úr flokknum, brennimerkt-
ur sem „endurskoðunarsinni“ og svikari.
Átti Mao á þessu sök að sínu leyti. Lit'i
mun hafa látist nokkru síðar, mér er enn
ekki kunnugt ártalið.
Kona hans Wang lifði hins vegar þess-
ar ofsóknir af og er nú mikils metin í
Kommúnistaflokki Kína.
240