Réttur


Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 18
út af framannefndu athæfi með þeirri trú, að pín- ingarnar í fangelsum Þjóðverja séu ekki fyrirskip- aðar af ríkisstjórninni, en þetta telur höfundur greinarinnar fjarri sanni, því að hið ægilegasta við allar þessar píningar sé það, ,,að þær eru all- ar undirbúnar og skipulagðar af þeim mönnum, sem nú eiga að gæta laga og siðferðismála ríkis- ins“. Með þessum ummælum virðist höfundurinn full- yrða það, að þýzka stjórnin hafi beinfínis skipu- lagt og fyrirskipað kvalir þær og pyndingar, sem hann lýsir í grein sinni. Það verður að telja það meiðandi og móðgandi fyrir erlenda menningarþjóS, aS segja þaS, að hún hafi sadista (þ. e. mann, sem svalar kynferðisfýsn sinni meS því að kvelja aSra menn og pynda) í formannssæti stjórnar sinnar, og að hann og stjórn hans hafi skipulagt og fyrirskipaS hinar hryllilegustu kvalir og pyndingar á varnarlausum mönnum, er jafnvel sjálfan rannsóknarréttinn á Spáni, sem illræmdastur er fyrir pyndingar sinar á varnarlausum mönnum, myndi hrylla við, ef hann mætti nú eftir nær 800 ár renna augunum yfir þær. Framannefnd orð og ummæli um hinn þýzka kanzlara og stjórn Þýzkalands, sem ekki eru sönn- uð réttmæt með þeim gögnum, er höfundur þeirra kveðst hafa notað, varða við 4. mgr. 83. almennra hegningarlaga, og þykir refsing hans fyrir þau, með hliðsjón af því, að hann hefir talið sig hafa heimildir fyrir þeim í erlendum blöðum og ritum, hæfilega ákveðin 200 króna sekt í ríkis- sjóð, og komi 15 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum verður að dæma ákærða, Þórberg Þórðarson, til að greiða allan sakarkostn- að í héraði, þar með taldar 60 kr. til verjanda síns þar, og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 120 kr. til hvors. Dómur aukaréttar Reykjavíkur uppkveð- inn 9. apríl 1934, var svohljóðandi: „Ákærðir Þórbergur Þórðarson og Finn- bogi Rútur Valdimarsson skulu sýknir af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Málskostnaður greiðist af almannafé, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs tals- manns ákærðu, Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem þykja hæfilega ákveðin kr. 60,00.“ Hans Beimler. — Fæddur 1895 í Miinchen. Snemma kommún- isti. Ríkisþingmaður 1932. Fang- elsaður 11. apríl 1933, pyntaður, settur í dauðabúðirnar í Dachau 25. apríl 1933, en tókst að flýja nóttina 8.—9. maí. Ritaði bækl- inginn „í morðingjabúðum Dac- hau“, sem kynnti heiminum ógn- ir Hitlerstjórnarinnar. Hélt áfram baráttunni, fór til Spánar, er fas- istauppreisnin hófst. Féli við Madrid 1. des. 1936. Forsendur héraðsdóms voru svohljóðandi: „Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu eftir kröfu þýzka aðalkonsúlatsins í umboði þýzku rík- isstjórnarinnar og samkvæmt skipun dómsmála- ráðuneytisins gegn þeim Þórbergi Þórðarsyni, rit- höfundi, til heimilis Hallveigarstíg 9 og Finn- boga Rút Valdimarssyni ritstjóra til heimilis Skóla- vörðustíg 23, fyrir brot gegn ákvæðum 9. kap. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.