Réttur


Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 22
voru þar virk, frá Svíþjóð bárust og mót- mæli og m.a.s. Wilson forseti bað dómar- ann i Utah að atliuga mál þessa manns betur. Það var Elisabet Gurley Flinn, sem fór ásamt öðrum manni á fund Wil- sons, til að leita hjálpar frá hans hendi — og orkaði hvatning hans þó ekki á fyrir- fram ákveðna dómsmorðingja yfirstéttar- innar í Utah. Elisabet heimsótti Joe Hill í fangels- inu, 25 ára gömul. Joe var ekki bjartsýnn á að baráttan bæri ávöxt: „Ég óttast ekki dauðann, en mér þætti þó vænt um að fá að berjast lengur,“ sagði hann við hana. — Hann hafði ort um hana söng: „Upp- reisnarstúlkan" („The Rebel Girl“) og bar hún lengi það nafn og sjálfsævisaga hennar heitir svo. — Hún kvaddi hann kvíðafull, — en hann sagði í glensi um gamlan skeggjaðan mann, er var að slá grasið í fangelsisgarðinum: „Sá er hepp- inn, Gurley. Hann er mormóni og á tvær konur. En ég á ekki einu sinni eina.“ — Elisabet Gurley segir í ævisögu sinni: „Ég sé hann enn fyrir mér í gegnum riml- ana og „hann horfði brosandi á mig“ — eins og segir í kvæði því, sem um hann var ort.“ Joe Hill var tekinn af lífi 19. nóvember 1915. Hann kaus að vera skotinn, ekki hengdur. Hann neitaði að láta binda fyrir augun og gaf sjálfur fyrirskipunina um að hleypa af. Samkvæmt fyrirmælum Joe Hill var lík hans flutt til Chicago. Þar fór lík- brennslan fram. Tugþúsundir tóku þátt í líkfylgdinni undir rauðum fánum, syngjandi söngva hans. Ári síðar var, sam- kvæmt fyrirmælum hans einnig, ösku hans dreift til allra heimsálfa og allra sambandsríkja í Bandaríkjunum, nema Utah. Elisabeth Flynn Joe Hill er í dag hinn ódauðlegi píslar- vottur, ímynd svo margra annarra, sem látið hafa lífið í baráttunni fyrir sósíal- ismanum og frelsi verkalýðsins. Ljóðið, sem Alfred Hayes og Earl Robinson ortu um hann og Paul Robe- son söng af svo mikilli list, hefur ekki hvað síst borið frægð hans út um heim- inn — og það ljóð þýddi Einar Bragi með ágætum. Skýringar: 1 Sjá |>að í greininni „Dómsmorð amerískrar aldar i „Rétti" 1971, bls. 197. 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.