Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 29
alla Afríku og Asíu, sagan af morðum
þeirra, ránum og níðingsskap er einhver
myrkasti kafii mannkynssögunnar. Þær
hafa orðið að hörfa allmikið síðustu ára-
tugina, hvað drottnunina snertir, — (við
íslendingar þekkjum líka baráttuna fyrir
brottrekstri þeirra) — en arðránsklærnar
eru enn víða eftir, blóðugar og beittar.
Við hugsunina um allt ástand þeirra nú,
— ekki síst eymdarvæl þeirra yfirstétta
yfir því að geta ekki drottnað á sama hátt
sem fyrr, — kemur manni ósjálfrátt í hug
lýsing Þorsteins Erlingssonar í „Ljóninu
gamla“:
„Ber lúinn ekki líkan keim
og löstum fylgir stundum?
Er slenið ólíkt eymdum þeim,
sem ofát bakar hundum?
Er eyrnasuðan ekki hljóð
frá aldalaungum pínum,
og sjónin eins og saklaust blóð
sje sest að augum þínum?“
* *
Það er jress vegna síst eftirsóknarverð-
ur íelagsskapur fyrir oss íslendinga að
lenda með þessum yfirstéttarlýð, er hann
reynir eltir fyrirmynd verstu múgmorð-
ingja heims — eftir að Hitler leið — að
leika hinn saklausa, einlæga verndara
lriðar og sjálfstæðis þjóða út af atburðun-
um í Afghanistan. „Réttur" mun íyrir
sitt leyti vissulega ræða þá atburði og
reyna að kryfja til mergjar í næsta hefti,
þegar eitthvað meir verður vitað um að-
dragandamr og atburðina sjálfa en það,
sem amerískar áróðursfréttir hernra.
Og þó koma m.a.s. amerísku áróðurs-
fréttirnar okkur ekki ókunnuglega fyrir
sjónir, ef vér hyggjum að okkar eigin sögu
og reynslu síðustu fjögurra áratuga.
Við höfum reynsluna af aðferðum
bandarískra og breskra stjórnvalda í slík-
um efnum sem sendingu hers iun í ann-
að land:
I júní 1941 voru íslenskri ríkisstjóm
settir úrslitakostir að kalla bandarískan
her inn í hertekið land sitt. Það hernám
var síðan kallað „samningur“ og ólöglegt
þing látið samjDykkja hann í júlí 1941, er
hernámið hafði farið fram.
í þeim ,,samning“ var því lofað að
Bandaríkjaher færi héðan að stríðslokum.
Bandaríkjastjóm sveik þann „samning"
1945 — heimtaði síðan þrjá hluta af ís-
landi undir amerísk yfirráð í 99 ár til að
reisa hér voldugar herstöðvar — og Jiegar
hún fékk Jiað ekki, þá sveik hún brottfar-
arsamninginn og kúgaði meirihluta Al-
þingis til að samþykkja Keflavíkursamn-
inginn, en hótaði ella að halda íslandi
hernumdu.
Síðan lét hún erindreka sína á íslandi
blekkja meirihluta Alþingis til að láta
ísland ganga í hernaðarbandalag sitt —
með því skilyrði að aldrei yrði her á Is-
landi á lriðartímum.
Síðan sveik Bandaríkjastjórn Jietta lof-
orð, — Jaetta skilyrði fyrir Jiátttöku ís-
lands í Nato — og lét Bandaríkjaher gera
innrás í landið 7. maí 1951, hertaka það
og hefur haldið Jjví síðan. Hún hafði áð-
ur látið ríkisstjórn á Islandi biðja unt
innrásina og hernámið. Til Jjess hafði
sú stjórn engan stjórnarfarslegan rétt —
og máske hel'ur henni verið þröngvað til
Jjess líkt og 1941?
Það er Jjví best fyrir íslenska hernáms-
flokka að kasta ekki grjóti úr glerhúsi og
fara sér hægt með æsing eftir amerískum
fyrirskipunum út af Afghanistan.
4c -K
229