Réttur


Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 41

Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 41
Ho Lung hershöfðingi og varaforsætisráðherra Ho Lnng er ein af ævintýrapersónum kínversku byltingarinnar. Faðir hans var formaður eins af þeim leynifélögum, er störfuðu um allt Kína og tók Ho Lung við starfi hans og varð brátt frægur meðal kínversku bændanna. Hann var sjálfur kominn af fátækum bændum og stóð snemma fyrir uppreisnum þeirra gegn kúgurunum. Eftir að Kuomintang, flokk- ur Chang Kai Sheks, lét drepa tugi þús- unda bænda 1927, gerðist Ho Lung með- limur í Kommúnistaflokki Kina og sag- an segir að hann hafi komið á sovét-liér- aði í Hunan-fylkinu með einum hníf: Það var 1928 og skattheimtumenn aftur- haldsins voru að reita af bændum það litla þeir áttu, en Ho Lung réðst að þeim með nokkrum þorpsbúum, drap þá alla með hníf sínum og afvopnaði hann og félagar hans svo lögregluna, er átti að gæta skattheimtumannanna. Þau vopn, er þeir þá tóku urðu stofninn í fyrsta bændaher hans. Ho Lung tók ekki þátt í „göngunni miklu“, þeirri er Mao og Cliou En-Lai stjómuðu, en hann stjórnaði annarri göngu, sem ekki var síður mikil og ævin- týraleg. Það var 2. fylking (,,front“) rauða hersins, sem hann stjórnaði og hélt frá sovét-héruðunum í Hunan 1935, þeg- ar aðalherinn liélt frá Kíangsi. Htr Ho Lung var talinn hafa um 40.000 riffla, er að stað var haldið. Erfiðleikarnir voru ægilegir. Þúsundir hermannanna dóu úr hungri á leiðinni frekar en að hverfa úr Ho-Lung 1949 hernum, þúsundir dóu á snævi þökktum fjöllunum, en þúsundir fátækra bænda og alþýðumanna bættust í herinn til að lylla í skörðin. Að lokum komust þeir til Austur-Tíbet og náðu þar sambandi við her Chu-Te’s, — það voru 20.000 her- menn, flestir berfættir, hungraðir og að þrotum komnir. Eftir nokkurra mánaða hvíld var svo haldið til Kansu. Það mætti rita heila bók til að lýsa hetjudáðum og fórnfýsi þessara alþýðu- hermanna og alltaf var Ho Lung þeim til fyrirmyndar í fórnum og hetjuskap. Ræðusnilld hans og hvatningarkraftur var slíkur að félagarnir sögðu að „hann gæti fengið þá föllnu til að rísa upp og berjast!“ Ho Lung varð meðlimur i frarn- kvæmdanefnd kommúnistaflokksins. Hann varð og varaforsætisráðherra eftir að sigurinn var unninn 1949. Þegar ég var í Peking 1957 í viðræðum við Liú, jiá spurði ég hvort Ho Lung væri enn lifandi. — Einhvern veginn hef 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.