Réttur


Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 16

Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 16
megi orð dauð og ómerk eiga rætur að rekja til prentfrelsistilskipunarinnar frá 9. maí 1855, en þau voru ætluð til að þrengja kosti prentfrelsisins, sem yfirvöld á undanhaldi voru þá að veita lýðnum. Fáfengileiki og tilgangsleysi þessara ákvæða eru augljós í dag. Þegar Ólafur Jóhannesson prófessor og fyrrverandi ráð- herra kallaði í útvarpsviðtali þá, sem stóðu að óhróðursskrifum um hann í Vísi vegna frægra morðmála, sem nú eru til meðferðar í Hæstarétti, VÍSISMAFÍU, var að „sjálfsögðu" höfðað gegn honum meiðyrðamál. Hann mætti að „sjálf- sögðu“ ekki í réttinum og orðið VÍSIS- MAFIA var dæmt dautt og ómerkt. Hann sendi þá ritstjóra Vísis, Þorsteini Páls- syni, opið bréf í Tímanum, þar sem hann skrifaði meðal annars þetta: „En þetta eru allt aukaatriði hér. Aðal- atriðið er spurningin, hvort hægt sé að dæma orð til dauða. Heilbrigð skynsemi svarar því neitandi. Orð lifa eða deyja eftir því sem efni standa til. Ekkert dómsorð getur deytt þau. Þótt dómsorð segi eitthvert orð dautt og ómerkt getur það eftir sem áður lifað góðu lífi, flogið á milii manna í talmáli og verið skrifað í bækur og blöð. En dómsorð verður þá bara dauður bók- stafur, engum til gagns eða ánægju." Um hið síðara, að dæma menn í refs- ingu fyrir að segja sannleikann eða móðga yfirvöld með sönnum ádrepum, mætti taka mörg dæmi. Þess ber þó að geta, að þrátt íyrir ákvæði 95. gr. 108. gr. og 237. gr. hegningarlaga hefur dóm- venja í þessum efnum sveigst á síðari ár- um í rétta átt. Eitt slys vil ég þó nefna, enda hrópar það í himininn. Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, mun hafa verið með fyrstu mönnum, sem upplýstu íslendinga opin- Þórbergur Þórðarson — dæmdur aí Hæstarétti fyrir að segja sannleikann um glæpi nasistanna. berlega um útrýmingarbúðir nasista í Dachau og glæpi nasistaflokksins í Þýska- landi. Eftir góðum heimildum skril’aði liann grein í Alþýðublaðið 6. janúar 1934 um Dachau (m.a. eftir frásögn Beim- lers, sem þaðan, slapp naumlega), en það varð til þess að aðalkonsúllinn þýski hér varð uppvægur og linnti ekki látum fyrr en forsætisráðherrann íslenski fyrirskip- aði opinbera málssókn gegn Þórbergi fyr- ir brot á þáverandi 88. gr. hegningarlag- anna. í undirrétti var Þórbergur að sjálf- sögðu sýknaður. Hann sagði satt og liann 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.