Réttur


Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 15

Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 15
INGI R. HELGASON HRL.: HITLER SÝKNAÐUR ÞÓRBERGUR SAKFELLDUR I’að er ekki að ófyrirsynju þessa dagana, að menn ræði um hvernig breyta rnegi úreltri meiðyrðalöggjöf, svo að hún sam- svari ríkjandi réttarmeðvitund almenn- higs. Flestir viðurkenna, að mjög ríkir þjóðfélagshagsmunir séu að baki kröf- unnar um opna þjóðmálaumræðu og um nauðsyn þess að mega gagnrýna opinber- lega stjómvöld. Einnig eru uppi háværar kröfur um upplýsingaskyldu stjórnvalda og upplýsingaþjónustu fjölmiðla. Þessir réttarhagsmunir eiga sér stoð og skjól í tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár- mnar. Með einfaldri lagasetningu, eins °g hegningarlögum, má ekki skerða þessa hagsmuni. Að sjálfsögðu á æra manns og sjálfs- virðing einnig að njóta verndar laganna gegn yfirtroðslum. En þegar þessir réttar- hagsmunir, æran og tjáningarfrelsið, rek- ast á og eru metnir af dómendum, sem gera verður í hverju meiðyrðamáli, má ekki rugla persónulegri æru manns sam- an við athafnir hans í opinberu lífi og teygja klær meiðyrðalöggjafarinnar svo langt, að kæfa í tugthúsi nauðsynlega þjóðfélagsumræðu og opinber skoðana- skipti og gagnrýni. Ekki hef ég séð neinar fastmótaðar til- lögur um breytingar á meiðyrðalöggjöf- inni, en einkum er það tvennt, sem menn ræða um að þurfi að breyta. Annað er að liætta þeim tilgangslausa leik að dæma orð dauð með dómsorði. Hitt er að hætta að dæma menn fyrir að segja sannleik- ann, þótt þeir geri það á óvæginn hátt. Um hið fyrra vil ég segja, að ákvæði 241. gr. hegningarlaganna um að dæma 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.