Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 38
HARMLEIKUR
í KÍNA
Enn víti fyrir kommúnismann að varast
Með hverjum deginum sem líður verður æ Ijósara hvað það var, sem hjúp-
aði sig bak við „menningarbyltinguna“ svokölluðu í Kína: Vitfirrt ofstæki
manna, sem kalla sig kommúnista og hrópa: „Mao, Stalín“, en ofsækja
og hrekja í dauðann marga bestu forustumenn flokksins og byltingarinn-
ar, af því þeir vilja ekki vera með í öfgunum. Eftir því sem síðast er nú
látið uppi í Peking, hafa um 400.000 manns beðið bana í þessum ofsókn-
um, sem hófust fyrir alvöru 10. nóvember 1965. Og nú rísa upp „hægra“
megin vítin til að varast.
Það er sem kommúnisminn upplifi nú
aftur svipaðan sorgarleik og á vissu tíma-
bili Stalíns, þegar bestu kommúnistar
Sovétríkjanna voru hraktir út í dauðann.
Það er tími til kominn að kínverski komm-
únistaflokkurinn endurskoði afstöðu
sína til þeirra harmleika. Hann hefði bet-
ur fyrr af þeim lært. En nú er rétt að
þeir kínverskir kommúnistar, nokkrir
hinna bestu, er látið hafa lífið með svert
mannorð, fyrir rangar sakir, fái þá upp-
reisn æru, sem þeir eiga heimtingu á.
„Réttur“ hefur áður minnst á nokkra og
skal hér fyrst og fremst sagt frá ferli
tveggja foringja byltingarinnar, sem látið
hafa lífið sakir ofsókna ofstækismanna.
238