Réttur


Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 7

Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 7
eitt sinn var spáð, — livað verður þá um alþýðuna og ísland? Verkalýður íslands hefur háð 30 ára hjaðningarvíg til þess að ná þeim kaup- mætti launa, er hann hafði 1947, — allt frá því amerískt drottnunarvald yfir ís- landi fyrirskipaði launalækkun (dollar úr 6.32 í 16.50) og atvinnuleysi, til þess að Iialda laununum niðri. íslenskur verka- lýður hefur reynt að bæta sér upp kaup- ránið, launakúgunina og óstjórn yfir- valda með endalausum þrældómi, meiri en nokkur verkalýðsstétt EvrójDu verður að þola — og býr nú við hálfu lægri laun en verkalýður Norðurlanda. Ef ekki tekst með þeim pólitísku ráð- um, sem hér var gerð grein fyrir, að ger- breyta þessu ófremdarástandi — og hindra um leið yfirstéttina í að beita vopni verð- bólgunnar gegn verkalýðnum, — þá verð- ur hér eilíf Sturlungaöld, sem getur end- að sem sú gamla. Það er því mikið í húfi að íslensk al- þýða sýni nú þann manndóm, stjórnvisku og þrótt, sem eitt getur bjargað íslandi og alþýðunni sjálfri frá að sökkva niður í raunverulega nýlenduþrælkun á ný - þegar allir möguleikar til mannsæmandi frjáls lífs hins vinnandi manns í krafti óþrjótandi og ónotaðra auðlinda íslands blasa við henni, ef hún aðeins ber gæfu til að standa saman sem einn maður um að nota þá í eigin þágu. II. Hægt og sígandi hrun auðvaldsheimsins bað er ennfremur nauðsynlegt l'yrir okkur íslendinga að atlmga alla jrjóð- málaþróun, ekki síst hina efnahagslegu hlið: framleiðslu- og markaðsaukningu með tilliti til þeirrar fjármálalegu þró- unar, sem fram fer í heiminum. Þegar Bandaríkjaauðvaldið fyrir ald- arþriðjungi síðan sölsaði undir sig efna- hagsyfirráðin á íslandi, ákvað gengi krónunnar, fyrirskipaði atvinnnleysi, og krafðist stöðugra launalækkana og hafði hér sína efnahags-alræðismenn (einkum 1947-51), þá voru Bandaríkin í krafti auðs síns efnahagslegt alræðisvald í auð- valdsheiminum. Þá ákváðu þau að doll- arinn væri gulls ígildi og allar aðrar auð- valdsþjóðir skyldu líta á sem gull þann pappírsdollar, sem auðvald Bandaríkj- anna lét prenta í stórum stíl og notaði m.a. til að kaupa upp góð fyrirtæki í Evr- ópu, einkum Vestur-Þýskalandi. Fyrir óstjórn hinna forríku Bandaríkja á efnahagsmálum, „frjálsa verslun" er leiddi til sífellds neikvæðs verslunarjafn- aðar að viðbættum vitskertum vígbúnaði og árásarstríðum (Víetnam), fór svo að dollarinn tók að hrapa svo í áliti að 15. ágúst 1971 neyddust Bandaríkin til Jress að hætta að innleysa dollaraseðla með gulli. „Bretton Woods“-kerfið, — alræði dollarsins sem gullsígildi hrundi — og ])á verða menn að muna að á Jressum „alræð- isárum“ dollarsins voru gaillbyrðir Banda- ríkjanna þrír fjórðu hlutar gullforða auð- valdslandanna. Og iðnaður þeirra var þá 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.