Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 17
Ingi R. Helgason hrl. var meðai verjenda þeirra,
sem stefnt var í hinum illræmdu VL-málum, sem
eru umfangsmestu meiðyrðamálaferli á fslandi til
þessa.
var frjáls að segja opinberlega skoðun
sína á þýska nasistaflokknum. Þessum
málalokum vildi aðalkonsúllinn þýski
ekki una og íslenska ríkisstjórnin lét
undan látum lians eða hótunum og
áfrýjaði undirréttardóminum til Hæsta-
réttar. Þá skeði slysið. Hitler var sýkn-
aður, en Þórbergur sakfelldur fyrir að
segja þann sannleika árið 1934, sem
hörmungar heillar heimstyrjaldar þurfti
til að opna augu manna fyrir.
Mér þykir rétt að birta báða jæssa 46
ára gömlu dóma og forsendur þeiira,
orðrétt, því að þeir varpa ljósi á eftir-
minnilegan hátt á þá leið, sem fara verð-
ur í breytingunni á íslenskri meiðyrða-
löggjöf. Leturbreytingar og fyrirsagnir
eru mínar.
Dómsorð Hæstaréttar hljóðar svo:
Því dæmist rétt vera:
Að því leyti, sem hinn áfrýjaði dómur
varðar ákærða, Finnboga Rút Valdimarsson,
á hann að vera óraskaður. Ákærði, Þór-
bergur Þórðarson, greiði 200 króna sekt í
rikissjóð, og komi 15 daga einfalt fangelsi
í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd
innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa.
Svo greiði sami ákærði allan sakarkostn-
að í héraði, þar með taldar 60 kr. til
skipaðs verjanda síns þar, Stefáns Jóh.
Stefánssonar hæstaréttarmálaflutnings-
manns, og allan áfrýjunarkostnað sakar-
innar, þar með talin málflutningslaun skip-
aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti,
hæstaréttarmálaflutningsmannanna, Jóns
Ásbjörnssonar og Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar, 120 krónur til hvors.
Dóminum ber að fullnægja með aðför að
lögum.
Forsendur Hæstaréttar voru
svohljóðandi:
Mál þetta er höfðað samkvæmt fyrirmælum
dómsmálaráðherra í bréfi 16. jan. þ. á. og eftir
beiðni aðalkonsúlatsins þýzka hér, út af ummæl-
um í grein eftir ákærða, Þórberg Þórðarson, í
XV. árg Alþýðublaðsins, 64. tölubl., er út kom 6.
jan. þ. á.
Af ástæðum þeim, er i hinum áfrýjaða dómi seg-
ir, ber að staðfesta hann að því leyti sem hann
varðar ákærða, Finnboga Rút Valdimarsson.
í áðurnefndri grein segir, að í fangabúðum
Þýzkalands hafi, eftir að Hitler og flokksbræður
hans tóku þar við völdum, hafizt „kvalir og píning-
ar, er jafnvel sjálfan rannsóknarréttinn á Spáni
mundi hrylla við, ef hann mætti renna augunum
yfir þessi tæp 800 ár úr eilífðinni, sem eru milli
Luciusar III. og sadistans á kanzlarastólnum
þýzka (þ. e. Hitler)“. Síðan segir, að einhverjir
hafi ef til vill tilhneigingu til að sefa gremju sína
217