Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 3
KOSNINGAÚRSLIT
OG ÞJÓÐFÉLAGSÞRÓUN
Eftir kosningarnar 2. og 3. desember 1979 og þær tilraunir til stjórnarmyndana, sem
gerðar hafa verið, er nauðsynlegt að þjóðin öll geri sér Ijóst hver hætta er á ferðum.
Það verður vart haldið lengur áfram á þeirri braut, sem bandarískt efnahagsvald yfir
íslandi knúði þjóðina inn á með áhrifum sínum, einkum 1947-51, — braut látlausrar
verðbólgu, sem skóp hér allsterkt braskaravald, er græddi á gengislækkunum og verð-
bólgu með því að lækka með þeim aðferðum laun verkamanna, minnka stórum raun-
gildi bankalána sinna (stela þannig sparifénu), en hækka að sama skapi verðgildi
fasteigna sinna.
Tilraun ihaldsins tii þess að rýra stór-
um lífskjör alþýðu með „leiftursókn“
sinni, koma á atvinnuleysi og stela ríkis-
fyrirtækjum, mistókst að þessu sinni -
og verður vart reynd aftur í því formi,
sem sú sókn var hugsuð.
I.
Hver verður þjóðfélags-
þróunin á íslandi?
Tilraun ,,vinstri“ flokkanna til stjórn-
armyndunar mistókst - og það er nauð-
synlegt að þeir, sem kosið hafa þá flokka,
8'eri sér ljóst hvers vegna slíkar tilraun-
lr hljóta að mistakast eins og að er staðið.
Framsóknarforustan hafði stór orð um
íhaldsandstöðu sína og vinstri stefnu fyrir
kosningar, — en Jrver er alvaran? Þjóðin
þekkir þann leikaraskap Framsóknar allt
frá 1949, er kjörorðið var „Stríð gegn
peningavaldinu í Reykjavík“ — og eftir
kosningar var mynduð stjóm með pen-
ingavaldi Ihaldsins til að heyja sex ára
stríð gegn verkalýðnum — uns vei’kalýð-
ur Reykjavíkur lagði hana að velli með
sex vikna verkfallinu 1955.
„Fagurt skal rnæla, en flátt hyggja“, er
einkennið á stefnu vcddhafanna í Fram-
sókn: hernáms- og olíufursta Reykjavík-
urvaldsins í þeim flokki, sem blekkir
heiðarlega samvinnumenn og bændur til
fylgis við sig með fagurgalanum, en
hindrar síðan með hótunum í krafti pen-
ingavaldsins síns yfir „Tímanum“ að
snert sé við því braskbákni Reykjavíkur-
203