Réttur


Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1979, Blaðsíða 24
Kathe Kollwitz: Eymd. mál þeirra. Slíkt er óframkvæmanlegt og hefur „Choisir" því sérstakan hóp lög- fræðinga sem taka að sér slík mál. Hreyf- ingin berst fyrir réttindum kvenna og hefur meðal annars gert tillögur um breytingar á lögum um fóstureyðingar og fleira. Sérhver á rétt til þess að segja nei og að virðing sé borin fyrir neitun hans. Gis- ele vildi einhvern tímann fá að verja vændiskonu sem hefði verið nauðgað. Því jafnvel sá sem lifir af að selja líkama sinn á rétt til þess að ákveða hvar og með hverjum. Fyrir skömmu vann Gisele að vöm 13 ára stúlku sem hafði verið nauðgað af þremur lögregluþjónum. Eitt af því sem notað var gegn stúlkunni, var að hún not- aði andlitsfarða. Sem sagt séu konur frjálslegar, sjálfstæðar og ekki lengur jómfrúr, er það þeim sjálfum að kenna ef þeim er nauðgað. Gisele varð m.a. fræg fyrir að verja hina 22 ára frelsishetju, Djamila Bou- pacha, sem liafði verið pyntuð af frönsku öryggisþjónustunni. 111 í(ði Gisele í engu Frökkum og hræsnisfullri löggjöf þeirra. Með þetta í huga er það skringilegt að hún er ein af tíu konum Frakklands sem karlmönnum geðjast best að samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins ,Elle‘. En Gis- ele er mjög fögur kona og aðlaðandi persónuleiki. í dag er Gisele Halimi gift og á 3 syni. Hún þekkir kjör kvenna af eigin raun. Hún hefur mætt í yfirrétti með unga- barn í fanginu og veika von um að kon- an í fatageymslunni gætti þess meðan hún flutti mál sitt. Fyrstu varnarræðumar samdi hún að nóttu til, sinnt börnunum að morgni og hugsaði til andstæðingsins sem þá væri að raka sig vandlega og fengi morgunmatinn færðan eftir góðan næt- ursvefn. „Við þurfum uppgjör við uppekli stúlkna og þau yfirvöld sem okkur er kennt að treysta á. Það sem gildir er rétt- ur konunnar til menntunar, starfsferils og hvenær og hvort þær vilja eiga börn. Mikil ábyrgð hvílir á konum á Norður- löndum því að þær stancla utan hinnar kaþólsku menningar. Páfinn fordæmir getnaðarvarnir og fóstureyðingar en gleymir að minnast á vannærð börn og framtíðarmöguleika barna. Slíkur mað- ur er hættulegur, slík hræsni geigvænleg. Baráttan verður löng og ströng." Þannig mælir Gisele Halimi. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.