Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 1

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 1
66. árgangur 1983 — 3. hefti Sú árás, sem nú er gerð af yfirstéttinni á lífskjör og mannréttindi íslensks launafólks undir forustu verslunarauðvaldsins með formann þess með allt að milljón króna árslaun í broddi fylkingar — er svívirðilegasta árás á alþýðu, sem gerð hefur verið, verri en gerðardómslögin 1942, sem verkalýðurinn þá braut á bak aftur og felldi ríkisstjórnina á. Braskarastéttin, sem forustuna hefur á hendi, hefur rakað saman milljarða auð á undanförnum áratugum, fest hann í steinsteypu o.s.frv. eða falið er- lendis. Og þessir herrar skipa láglaunafólki aö lifa af 10 - 12 þúsund krónu mánaðarlaunum. Sjálfir byggja þeir sér hallir auk allrar annarrar óráðsíu. Þessir braskarar eiga stærstu blöð landsins og nota þau — eins og útvarpið — til að blekkja fólkið og fá það til að beygja sig í auðmýkt fyrir milljónamær- ingunum. Innrásar-hervaldið situr með sinn stjórnarflokkinn á hvoru hné og hefur úthlutað fyrirtækjum þeirra („Aðalverktakar", etc.) slíkum ofsagróða að þeir vita vart hvar fela skuli, þótt þeir byggi „Watergate“-hallir og stórhýsi fyrir miljarða króna, meðan almenningi er gert nær ókleift að eignast íbúóir. Það eina, sem jafnast á við gróða og frekju þessarar braskarastéttar, er heimska hennar og fjármálalegt brjálæði, sem birtist í slíkri ofsa-fjárfestingu í verslunarhúsnæði, að jafnvel mönnum með einhvern snefil af skipulagsviti í þeirra eigin stétt, er farið að ofbjóða. Hitt er undarlegra að aðrir hlutar borg- arastéttarinnar, eins og útgerðarmenn og iðnrekendur, skuli þola þessa yfir- drottnun braskaranna möglunarlaust í stað þess að rísa upp og svifta slíka angurgapa allri forustu í yfirstétt landsins. Hitt er Ijóst að allt launafólk landsins, 70 - 80 þúsund, hefur þegar mótmælt því kröftuglega að vera í senn gert að réttlausum þrælum og vísað norður og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.