Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 50

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 50
Hve mikið magn kj arnorkuvopna þarf til að eyða mannkyninu? Einn þúsundasta hluta þess magns, sem nú þegar er til Menn tala um afvopnun og benda á hættuna. En hve margir gera sér grein fyrir því hve geigvænleg og nærri sú hætta er? Vitfirrt vopnaframleiðendaklíka Bandaríkjanna eykur í sífellu framleiðslu atóm- og eitur-vopna gróðans vegna og andlegir vesalingar í Nato dansa dauðadansinn með þessum glæfralýð gróða- hyggjunnar. En hve mikið af kjarnorkuvopnunum, sem nú eru í höndum ofstækismanna, sem í geðveiki gróðahyggju einblína á heimsyfírráð, þarf til að eyða öllu lífí á jörðinni? Látum sérfræðinga svara: Strax á 6. áratug þessarar aldar vöruðu vísindamenn við því að mannkynið myndi ekki þola meir en 2-300 sterkar kjarnorkusprengingar, hvar sem þær væru framkvæmdar. Hervaldsherrar gáfu því engan gaum. Nú þegar er búið að sprengja kjarn- orkusprengjur í lofti, í vatni og á yfir- borði jarðar, sem að sprengjumagni nema meir en 540 MT. (Mega-tonn = miljón smálestir). Efni eins og strontíum og sesíum, sem fóru út í andrúmsloftið, eru nú mestmegnis fallin til jarðar. Á norðurhveli hnattarins liggja á hverjum ferkílómetra flatlendis hérumbil 100 millikúrí af sesíum 90 og 50 millikúrí af strontíum 90. Með öðrum orðum: á hvern fermetra lands sundrast á hverri sekúndu 5000 geislavirk atóm. Áhrifin á erfðaeigindir eru ófyrirsjáanleg. Rannsóknir hafa sýnt að meðalhiti árs á miðbaugs breiddargráðum þarf aðeins og hækka um 2 gráður (úr 15 í 17) til þess að heimshafið byrji að gefa frá ser kol- tvísýring í ríkum mæli og ísinn á heim- skautunum taki að bráðna. Við það myndi loftrakinn vaxa og með víxlá- hrifum við önnur efni skapast „gróður- húsaáhrif“, er yllu hröðum vexti meðal- árshitans, er yrði hérumbil 49 gráður. Öll menning yrði í hættu. Til að auka hitann í lofthjúpi jarðar um 2 gráður væri nóg að sprengja samtímis 173 MT af kjarnorku. Hvaða sprengingar sem væri í miklu 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.