Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 42

Réttur - 01.07.1983, Side 42
árAsar-stríðsundirbúningur BANDARÍKJAAUÐVALDSINS: Hin auknu umsvif á Græn- landi og íslandi I. „Stríðið gegn heimskommúni$manum“ Strax eftir að Roosevelt forseti dó vor- ið 1945, náði „hernaðar- og stóriðjusam- steypan“ tökunum á stjórn Bandaríkj- anna og tók að undirbúa það árásarstríð gegn heimskommúnismanum, er þurrka skyldi út yfirráð alþýðu í Austur-Evrópu og víðar. Hefur öll sú vitskerta ævintýra- pólitík verið rakin áður hér í „Rétti“ og fyrirætlanir þeirra, sem í krafti einokunar á atómbombunni1 hugðust þá ráða öllum heiminum á „amerískri öld“, verið af- hjúpaðar. Til þess að undirbúa þessa útrýmingu kommúnismans hefur valdaklíkan banda- ríska komið sér upp undirgefnum og þæg- um samtökum og ríkisstjórnum víða um heim, umkringt Sovétríkin af árásar- stöðvum, sem fyrr er rakið í „Rétti“2. Atlantshafsbandalagið er eitt árásar- bandalagið myndað í þessum tilgangi, þó óþægðar sé nú farið að gæta í ýmsum Iöndum þess eins og t.d. Vestur-Þýska- landi, þegar augljóst er orðið, — eins og með fyirirhugaðri staðsetningu eldflaug- anna „Pershing 11“ og „Cruise Missiles“ að Bandaríkjastjórn ætlar að fórna þess- um „bandalags“-þjóðum sínum strax og hún byrjar árásina á Sovétríkin, en reyna að sleppa sjálf sem mest. Jafnframt hefur svo bandaríska her- valdið komið sér upp eða viðhaldið harð- vítugum fasistastjórnum í Suöur-Kóreu, Pakistan (með morðinu á Ali Butto), Fil- ippseyjum, Indónesíu (uppundir 500.000 kommúnistar myrtir) og Tyrklandi, — svo ekki sé talað um aðfarirnar í Amer- íku allt frá árásinni á Guatemala 1954, (til að steypa lýðræðisstjórn þar) og blóðbað- inu í Chile 1973 og til aðfaranna í E1 Sal- vador og Mið-Ameríku yfirleitt nú. Inn- rásin í Grenada er síðasta dæmið. Morðstjórnirnar í Mið- og Suður-Am- eríku eru auðsjáanlega fyrirmyndirnar um það stjórnarfyrirkomulag, sem bandaríska auðvaldið dreymir um að koma á í þeim hluta „gamla heimsins“, sem þetta auðvald hefur ýmigust á. „Útrýming heimskommúnismans“ verður jafn óhugnanleg „krossferð" undir forustu bandarísku auðdrottnanna eins og sama „krossferð gegn kommúnisman- um“ var undir forustu þýska auðvaldsins og Hitlers, — en gæti endað en voveifi- legar. 170

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.