Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 14

Réttur - 01.07.1983, Side 14
stéttarinnar, sakir hins sterka skipulags síns faglega og pólitískt. Ríkisstjórn sprakk, gerðadómslögin voru afnumin, Sósíalistaflokkurinn meir en þrefaldaði fylgi sitt í tvennum kosningum 1942, átti 10 þingmenn í árslok og tók forustu í óháðu Alþýðusambandi um haustið. t*að varð ekki mynduð stjórn innan þings gegn honum. Fátæk alþýða íslands var risin upp og hristi af sér fátæktarfjötrana með „mætti og ægikyngi af nýjum toga“. Landinu varð ekki lengur stjórnað gegn vilja hennar. Alþýðan hafði skynjað vald sitt og beitt því: lífskjarabyltingin var haf- in í krafti þess valds. Næstu fjórir áratugir mörkuðust af sigrum og ósigrum í þeirri baráttu, en nýsköpun íslands, afnám hinnar sáru örbyrgðar, var staðreynd sem afturhaldið ekki gat hnekkt, þrátt fyrir aðstoð erlends hervalds. Ungi sveinninn úr torfbænum á Grím- staðaholtinu var orðinn einn besti fulltrúi þess valds. Og höfðingjarnir úr skraut- hýsunum lærðu að óttast það vald og þeir bestu þeirra að bera vaxandi virðingu fyr- ir leiðtoganum frá Litlu-Brekku, þessum hægláta, rólega, en staðfasta og sterka verkamanni, sem með tímanum varð fremstur meðal jafningja, en ætíð með þrautreynda, samtaka Dagsbrúnar-bar- áttuliðið að baki sér. Það var sérstakt einvalalið, sem sósíal- istísk verkalýðshreyfing hafði á að skipa: þrístirnið í forustu Dagsbrúnar: Sigurður, Hannes og Eðvarð átti að samherjum slíka forustumenn sem Snorra í Járniðn- aðarmannafélaginu, Björn í Iðju, Stefán Ögmundsson, Valdimar Leonhardson, Jón Tímotheusson, Þuríði Friðriksdóttur og fleiri og fleiri, sem of langt yrði upp að telja. Það er ekki ætlunin hér að skrifa sögu Ebba. það væri að skrifa alla sögu stétta- baráttunnar frá 1942 til 1980, þegar Dags- Kannast menn við svipað nú? Eðvarð Sigurðsson sagði eftirfarandi, er rœtt var um kaupránsað- gerðir Ihalds- og Framsóknakstjárnarinnar í viðtölum í Rétti í ársbyrjun 1978 (1. hefti.): „Hér er um pólitíska aðgerð að ræða af hálfu ríkisvaldsins til þess að skerða samninga, sem verkalýðshreyfingin hefur gert í fyllsta samræmi við leikreglur hins frjálsa samningsréttar. Andsvar launafólksins við þessum árásum ríkis- valdsins sýnir faglegan styrk verkalýðshreyfingarinnar. Hins vegar hefur ævin- lega á það skort að þetta sama fólk hefði samstöðu sem skyldi á stjórnmála- sviðinu. Ef launafólk stæði saman pólitískt eins og faglega, þá hefðu atvinnu- rekendur enga möguleika til þess að beita slíkum bolabrögðum sem nú er gert.“ 142

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.