Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 62
Grenada
Árás voldugasta herveldis heims, her-
nám valdaklíku Bandaríkjanna á smárík-
ið Grenada í nóv. sl. bætir enn einu níð-
ingsverki við langa, blóðuga árásarskrá
þeirrar klíku: Guatemala, Vietnam,
Chile etc. — Er árás á Nicaragua næst á
skránni?
Fara íslendingar að horfa opnum aug-
um á það hervald, er hernumið hefur land
vort?
Hungur og herbúnaður
Það deyja um 14 miljónir barna á ári í
heiminum úr hungri og sjúkdómum, sem
lækna mætti. 500 miljónir manna svelta
að staðaldri. 1500 miljónir í þróunarlönd-
unum skortir alla læknishjálp. 1000 milj-
ónir manna þar lifa við ægilegustu fátækt.
800 miljónir manna í þróunariöndunum
hafa undir 150 dollara árstekjur á mann
(þ.e. undir 4050 ísl. kr. á ári á mannn).
81% fullorðinna í þróunarlöndunum eru
ólæsir og óskrifandi. 200 miljónir barna
þar geta ekki sótt skóla. 2000 miljónir
manna þar skortir gott vatn.
Nato, þessi hernaðarsamtök, sem
„hernaðar- og stóriðjuklíka“ Bandaríkj-
anna ræður og stórgræðir á, hefur m.a.
1000 eldflaugar til að skjóta heimsálfa á
milli, 440 aðrar eldflaugar, 8000 orustu-
flugvélar, þar af bera yfir 2000 kjarnorku-
sprengjur, ca. 2000 herskip og yfir 20000
skriðdreka. Síðan Nato var, stofnað hafa
herútgjöld þess 13-faldast og eru nú meir
en 3 biljónir dollara eða um 450 dollarar
á hvert mannsbarn í Nato-löndunum.
Með afnámi herbúnaðar í heiminum
væri hægt að útrýma öllu hungri, sjúk-
dómum og fátækt.
Hámark hræsninnar
Bandaríkjastjórn réðst á Vietnam-þjóð
að tilefnislausu 1955 eftir að hafa í meir
en 7 ár borgað Frökkum fyrir að reyna
með árásarstríði að gera Vietnam aftur
að nýlendu. í meir en 7 ár lét Bandaríkja-
stjórn meira sprengjumagni rigna yfir
þetta eitt fátækasta land heims en kastað
var á alla Evrópu í síðasta heimsstríði.
Og þar að auki vörpuðu Bandaríkjamenn
eitri yfir engi, skóga og almenning í Viet-
nam, svo gereyðing gróðurs um áratugi
hlýst af og vansköpuð börn fæðast æ fleiri
fyrir eituraðgerðir þesar. Þegar banda-
ríski árásarherinn varð að snauta burt sig-
raður 1975, töldu margir að Bandaríkja-
menn myndu greiða Vietnam skaðabætur
fyrir vísvitandi níðingsverk, er ollu dauða
miljóna og gereyðingu stórra landsvæða.
Bandaríkjastjórn hefur aldrei greitt eitt
„cent“ í skaðabætur.
En þessi níðingsstjórn er nú að heimta
skaðabætur af öðrum, ef ein flugvél er
skotin niður yfir herstöð annars lands.
Er ekki best fyrir Bandaríkjastjórn að
byrja að borga skaðabæturnar sjálf, sem
hún skuldar einni fátækustu þjóð verald-
ar, — ef koma á einhverri siðgæðisreglu
á í slíkum „viðskiptum“?
190