Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 12

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 12
sífellt meir á Eövarð sem leiðtoga sinn. Atkvæðatala þess við stjórnarkosningar ferfaldaðist frá 1934 til 1936. Á árinu 1936, þann 29. mars, bar Eð- varð fram tillögu í Dagsbrún um að skipa nefnd, er gengist fyrir kjarabótum hafn- arverkamanna. Var tillagan samþykkt, Eðvarð einn af nefndarmönnum og til- lögur nefndarinnar á síðari fundi um miklar endurbætur á þessu sviði einróma samþykktar og framkvæmdar. Kommún- istaliðið í Dagsbrún var áhugasamt um fundarsókn, agi góður og áhrif sívaxandi, eins og best kom fram er samþykktar voru kröfur um samstarf 1. maí og síðan um samstarf verkalýðsflokkanna. Varð Eðvarð einn ræðumanna á geysifjöl- mennum fundi, er K.F.Í. boðaði til í Barnaskólaportinu 12. júní 1936 og bauð stjórn Dagsbrúnar og Alþýðuflokksins þátttöku. Töluðu þar og menn þeir, er nú voru farnir að rísa upp í Alþýðu- flokknum og taka opinberlega undir kröfuna um samfylkingu verkalýðsins, svo sem Árni Ágústsson o. fl. Svo kom sigurár K.F.Í. 1937, er flokk- urinn fékk 3 menn á þing. Og á þessum sigursæla lista voru verkalýðsleiðtogar eins og Eðvarð, Björn Bjarnason og Loft- ur Þorsteinsson ásamt fremstu stór- skáldum íslendinga: Halldóri Laxness og Jóhannesi úr Kötlum. Það varð ekki stað- ið lengur gegn þeirri samfylkingu verka- lýðsins, er K.F.Í. hafði beitt sér svo ein- dregið fyrir. 15. júlí 1937 flytur Héðinn Valdimars- son hina sögulegu tillögu um að Dags- brún skori á verkalýðsflokkana báða að taka upp samninga um sameiningu — og er þessi tillaga formanns Dagsbrúnar og varaformanns Alþýðuflokksins samþykkt einróma. Þeir sögulegu atburðir og miklu átök, er á eftir fóru á árunum 1938-41 skulu ei rædd hér. En minnt skal á er breska inn- rásarliðið hugðist brjóta verkfall Dags- brúnar á bak aftur með breskum her- mönnum sem verkfallsbrjótum og gefið var út dreifibréfið fræga til verkamanna í breskum herbúningi, þá var Eðvarð einn þeirra, er breska herliðið handtók og hót- aði öllu illu í fangelsi Breta á Kirkju- sandi. Og þegar þjóðstjórnin samdi við breska innrásarliðið um að fá fangana af- henta gegn því að láta hæstarétt dæma nokkra þeirra, þá kvað Pétur Magnússon hæstaréttarlögmaður, — einn besti og mesti maður, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt, — upp eftirfarandi dóm í vörn- inni fyrir fangana: Sú stjórn, sem lætur dæma þessa menn, er landráðastjórn. Eðvarð hlaut 4 mánaða fangelsisvist á Litla-Hrauni eins og Ásgeir Pétursson, en Eggert og Hallgrímur 15 mánuði hvor. Eru dómar þessir og framkoman öll við fangana fyrir og eftir að þeir eru settir í fangelsið eilífur smánarblettur á íslensk- um dómstólum og refsivist. ★ En Dagsbrúnarverkfallið 1941, — sem breskur innrásarher og íslensk afturhalds- stjórn braut á bak aftur, enda forusta Dagsbrúnar þá lin, — varð síðasta verk- fallið, sem Dagsbrún tapaði. Pegar þjóðstjórn afturhaldsins 1942 hugðist brjóta íslenska verkalýðshreyf- ingu á bak aftur með gerðardómslögun- um illræmdu í janúar-byrjun 1942, þá reis íslenskur verkalýður upp undir forustu sósíalista og samstarfsmanna þeirra og hóf „skæruhernaðinn11 fræga. Og þegar stjórnarbylting varð í Dagsbrún í febrúar og þeir Eðvarð, Sigurður Guðnason, Hannes Stephensen og fleiri ágætir menn 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.