Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 32
nísti hann í gegn um hold og bein. Hann
hugsaði lítið um það. Honum var nærri því
svölun að líða líkamlega. Pað dreifði hug-
anum.
Það var fjölmennt á götum borgarinnar.
Allir, sem höfðu peninga, voru að gera jóla-
innkaup. Það virtist sem allir þyrftu að flýta
sér nema hann. Til hvers hefði hann átt að
flýta sér? Þau heima vonuðust eftir að hann
kæmi með eitthvað að borða. En hann hafði
ekkert að færa þeim annað en vonbrigðin.
Kl. var að vera 4 og allir búðargluggar voru
uppljómaðir og fagurlega skreyttir. Keppt-
ist þar hver við annan að sýna sem flest og
fjölbreyttast. Bergur gekk fram hjá mat-
vörubúð einni. Reykt sauðalæri, þrýstin og
gljáandi voru þar í röðum á milli margskon-
ar góðgætis. Vatnið kom í munninn á hon-
um og maginn engdist af hungurkvölum,
hann hafði ekki tekið eftir því fyrr, hve
svangur hann var. Hann reif sig áfram
eins og hann óttaðist að freistingin yrði hon-
um of sterk. Bergur var nærri því búinn að
fella um koll konu eina fátæklega klædda,
sem var að skoða varning í næsta búðar-
glugga. Þar var til sýnis allskonar fatnaður
á börn og fullorðna. Hann hugsaði um litlu
börnin sín heima mögur og blá af kulda og
illa til fara. Eða þá konan hans, sem ekki
átti neina almennilega flík að klæðast í. Það
fór þjáningaalda í gegn um sál hans. Hann
mundi að það hafði einu sinni verið hans
dýrasti draumur, að búa henni og börnum
þeirra áhyggjulaust líf. Til þess skyldi hann
vinna og þræla meðan þrek entist. Fyrst
hafði allt gengið vel, hann hafði nóga vinnu
og þau horfðu vonglöð fram í tímann. En
börnunum fjölgaði og vinnan varð alltaf
stopulli og nú þetta síðasta ár hafði hann
ekki fengið nokkurt handtak að gera, nema
atvinnubótavinnu við og við. Já, þau höfðu
verið erfið þessi seinustu ár. Vonbrigði á
vonbrigði ofan. Hann sem fyrr hafði sett
metnað sinn í að skulda engum manni, var
nú orðinn sá vanskilamaður, sem enginn
þorði að lána eyrisvirði. Svo kom skortur-
inn — allsleysið. Og yfir þessu öllu hafði
svo óttinn við að fara á sveitina vofað eins
og ögrandi sverð. Þessi ótti sem rændi hann
svefni og næturfrið, þar sem hugurinn barð-
ist um í þrotlausri leit að úrræðum, sem
hvergi var að finna. Og nú var sverðið
faliið. Og þar með fannst honum dauður
síðasti vonarneistinn. Honum fannst hann
brennimerktur maður. Hann óskaði, að
hann gæti horfið út úr tilverunni og gleymt
lífinu og þjáningum þess að eilífu.
Bergur ráfaði um og tók varla eftir hvar
hann fór. Kuldinn var orðinn bitur og hann
vissi varla hvað hann átti af sér að gera. í
hugsunarleysi stansaði hann við dyr á leik-
fangabúð og horfði í gluggann. Þar var
margt að sjá, sem fátæk börn hefðu óskað
að eiga. Það streymdi hlýja út um búðar-
dyrnar og hann mjakaði sér inn fyrir. Það
var svo gott að koma í skjól svolitla stund.
— Nei, hvað hún er sæt, sagði frú ein í
loðkápu og benti á afarstóra brúðu, sem var
þar í einni hillunni. Viljið þér lofa mér að
líta á hana?
— Gjörið þér svo vel, sagði búðarstúlk-
an og rétti brúðuna.
— Líttu á, Pétur, sagði sú skinnklædda
við mann, sem stóð rétt hjá henni. Er hún
ekki alveg voðasæt?
— Jú, sagði sá, sem hún nefndi Pétur.
— Hvað á hún að kosta? spurði hún búð-
arstúlkuna.
— Tuttugu og fimm og fimmtíu.
— Pétur, eigum við ekki að kaupa hana
handa Stellu? Ég hefi einmitt verið að leita
að einhverju, sem henni gæti þótt varið í að
fá.
— Jæja, góða, þá skaltu kaupa hana.
— Viltu svo borga fyrir mig það, sem ég
er búin að kaupa hérna?
Maðurinn tók upp veskið sitt og tók 100
kr. seðil og lagði á borðið.
Það hringsnerist allt fyrir augunum á
Bergi og hann flýtti sér út.
160