Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 52

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 52
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR í SÓKN Aldrei aftur Hírósíma Friðargangan ’83 var farin 6. ágúst s.l., þá voru 38 ár liðin frá því að Banda- ríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Hírósíma. Herstöðvaandstæðingar og aðrir friðarsinnar fylktu þá liði snemma morguns við víghreiðrið bandaríska á Miðnes- heiði undir kjörorðunum: Aldrei aftur Hírósíma og ísland úr NATO — herinn burt. Það sem einkum var eftirtektarvert við þessa göngu var hve vel hún var undirbú- in, hvað öll áróðurstækni í kringum hana tók fram því sem áður hefur sést og hve vel staðfestist sú trú að Keflavíkurgöngur gefi miklum fjölda nýrra fylgismanna kost á að stíga fyrstu skrefin. Það hefur og ver- ið viðtekin venja að hin magnþrungna krafa herstöðvaandstæðinga, ísland úr NATO — herinn burt, hafi kaffært allar tilraunir til að ná upp nýjum kröfum. En svo var ekki nú. Krafan „Aldrei aftur Hírósíma“ hljómaði nú eins og staðfest- ing þess að friðarbylgjan, sem nú fer yfir hinn iðnvædda heim, er gengin upp á landið. Friðarkeðja herstöðvaandstæð- inga í lok göngunnar vakti verðskuldaða athygli. Göngufólk tók höndum saman og myndaði samfellda röð milli sendiráða Sovétríkjanna og Bandaríkjanna til þess m.a. að vekja athygli á nauðsyn gagn- kvæmrar afvopnunar. Það er okkur bráðnauðsynlegt að hin s.k. friðarbylgja verði virkjuð af ölium friðarsinnum til að skapa breiðfylkingu gegn vígbúnaði í landinu. Hún veitir ef til vill það lag sem lengi hefur verið beðið eftir. Það er heldur ekki seinna vænna, því áform um ný víghreiður út um allt ís- land eiga eflaust einhverjar rætur að rekja til þess hve mótstaðan var lítil. Það tók og ekki nema fáein ár fyrir Pentagon að fá byggða nýja flugstöð, olíuhöfn í Helguvík, olíubirgðastöð á Hólsbjargi og ný sprengjuheld flugskýli á Keflavíkur- flugvelli, þrátt fyrir aðild herstöðvaand- stæðinga í ríkisstjórn. Það er því ljóst að baráttan gegn bandarísku hernaðarvélinni, sem nú lætur sig dreyma um allt frá takmörkuðu kjarnorkustríði í Evrópu til ævintýralegs stjörnustríðs gegn kommúnisma, á eftir að harðna hér á landi. Því er nauðsynlegt að fylkja allri alþýðu gegn íslenska burg- eisavaldinu og öðrum aftaníossum stjórn- arinnar í Pentagon, ef sjálfstæði íslands á ekki að verða bandarísku heimsvalda- stefnunni að bráð. Við skulum vera minnug þess að ís- lensk alþýða hefur látið sér lynda að fá- menn flokkseigendafélög borgaraflokk- anna hafi allt úrslitavald á framvindu 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.