Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 33

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 33
í lítilli og óvistlegri kjallaraíbúð situr kona. Hún hefir barn við brjóstið og í stof- unni hjá henni eru 4 börn önnur. Konan er föl og mögur. Hárið, sem sýnist hafa verið ljóst er litlaust og úfið. Svipurinn er þreytu- legur og augun nærri því sljó. Allt útlit hennar ber vott um skort. Barnið við brjóst- ið er óánægt. Þykist fá lítið að drekka. Hún reynir að láta það fá hitt brjóstið og þá róast það. Hin börnin eru að leika sér í skoti hjá ryðguðu ofnkríli. í herberginu eru 2 rúm, borð og gömul kommóða og svo legubekkur. Það logar á olíuvél á borðinu. — Mamma, kemur pabbi ekki bráðum heim? Ég er svo svöng, segir stærsta stúlkan. — Og ég líka, segir lítill drenghnokki. — Þú ert svo stór stúka, Sigga mín, að þú átt að hafa vit á að vera róleg og kvarta ekki. Þú veist að ég á ekki brauð, elskan mín. Pabbi kemur nú bráðum. Nú skal ég segja ykkur fallega sögu eða kveða við ykkur. — Hvað eru núna margir dagar þangað til jólin koma? spyr eitt barnanna. — Ég veit hvað margir dagar eru til jóla, segir Sigga hróðug. Hún Lilla hérna á móti sagði í dag, að það væru ekki nema fimm dagar til jóla. Og það er búið að sauma jóla- kjólinn hennar. — Mamma, bætir hún við ósköp hægt, fæ ég nýjan kjól á jólunum? En mamma svarar engu. Það er eins og hún hafi ekki heyrt hvað Sigga sagði. — Ég vil fá bíl á jólunum, segir litli snáð- inn og börnin tala hvert í kapp við annað um hvað þau óski sér að fá á jólunum. En móðirin óskar þess innilega í hugan- um, að engin jól væru til. Því hvað eru jólin fyrir allslausa móður? Hún stendur upp og leggur barnið í vögguna. Hún er eirðarlaus. Klukkan er orðin fimm og Bergur kemur ekki. Hann skyldi þó aldrei... Nei, hún hugsar ekki hugsunina til enda. En hún veit að þessa daga hefir hann gengið sín þyngstu spor. Hún þekkir metnað hans og sjálfs- bjargarlöngun, sem nú hefir fengið bana- högg. Og hún hafði ýtt honum út í þetta. Barnanna vegna varð það ekki dregið lengur. Henni heyrðist komið við útihurðina, hún gengur framfyrir og lætur aftur hljóð- lega, svo börnin veiti því ekki athygli, að hún hefir farið framfyrir. Hún kveikir ljós. Það er svo kalt í eldhúskytrunni, að það er frosið vatnið í þvottaskál á borðinu. Var ekki einhver að koma? Jú, Bergur er að koma, guði sé lof. Aldrei hefir henni sýnst hann eins magur og þreytulegur og nú. Hann nærri því hnígur niður á koffortið eins og dauðadæmdur maður. Hún vill ekki spyrja neins. En gengur til hans og lyftir húfunni hans og strýkur hárið með mögru, köldu hendinni. Það fara kippir um andlitið á honum eins og af sársauka. — Ég kem enn tómhentur, hreytti hann út úr sér. Litla stund getur hún ekkert sagt. Von- brigðin eru svo sár. — Fékkstu afsvar? spyr hún svo hægt. Hann segir henni þá söguna. — Eftir þrjá daga má ég koma aftur, seg- ir hann. Ef ég þarf að standa eins lengi og bíða eftir að komast inn eins og þessa daga, fáum við áreiðanlega ekkert fyrir jól. Það var beiskja í rómnum. — Sagðirðu að við værum alveg allslaus? — Já, en hvað heldur þú að þeir, sem sitja áhyggjulausir í fastri stöðu og hafa alls- nægtir, geti skilið að til sé fólk, sem ekki getur beðið eftir mat í þrjá daga, jafnvel þó þetta fólk segist hafa 5 börn. — Ég veit ekki hvað ég á að gera, segir konan. Börnin hafa svo fastlega vonast eftir að fá brauð, þegar þú kæmir. Við verðum að fá lánaðar einhversstaðar 5 krónur til þess að halda lífinu þessa dagana. Við hljót- um að fá hjálp. Heyrðu, ég er alveg viss um 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.