Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 47

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 47
Við trúum því ekki, að hægt sé að leysa stjórn- málaágreining með kjarnorkuvopnurn. Við trúum því statt og stöðugt, að það sé á valdi mannsins að stjórna þeirri tækni sem hann hefur skapað. Til áherslu bendum við á: 1. Kjarnorkustyrjöld milli stórveldanna myndi leiða til meiri hörmunga en mannkynið hefði nokkru sinni upplifað. 2. Eftir slíka styrjöld myndu læknar ekki geta veitt hinum sjúku og slösuðu neina hjálp, sem að gagni kæmi. 3. Það er blekking, að almannavarnir gætu bjarg- að verulegum fjölda mannslífa og dregið að ráði úr áhrifum kjarnorkustyrjaldar. 4. Jafnvel þó að kjarnorkuvopn verði ekki notuð, dregur hinn gífurlegi kostnaður vígbúnaðar- kapphlaupsins til sín fjármagn, sem sárlega vantar til heilbrigðismála og almennra mann- legra nauðþurfta. 5. Læknar bæði geta og eiga að beita sér fyrir því að hindra kjarnorkustyrjöld." Friðarhópur einstæðra foreldra stofnaður Slíkur friðarhópur var stofnaður 14 sept. sl. Var þar samþykkt eftirfarandi ályktun: „Við höfum tekið okkur saman, nokkrir einstæðir foreldrar og ákveðið að stofna friðarhóp til að leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir friði og útrým- ingu kjarnorkuvopna. Ýmsir hópar hafa verið að myndast, erlendis og hérlendis, að undanförnu, þar sem fólk úr ýmsum stéttum hefur tekið sig saman um að reyna að bægja þeirri ógn frá dyrum sem fjölgun kjarnorkuvopna hefur í för með sér. Okkur finnst það standa okkur nærri sem uppalendum að taka virkan þátt í slíku friðarstarfi. Sú ógnarstefna sem felst í síaukinni kjarnorku- hervæðingu hlýtur að tortíma heiminum ef almennir borgarar reyna ekki að koma vitinu fyrir stjórnmála- menn í þessum efnum. Þegar þær gífurlegu fjárhæð- ir sem varið er til hervæðingar í heiminum eru born- ar saman við tölur um fjölda þeirra sem deyja úr hungri dag hvern, ekki síst barna, verður manni spurn hvort ráðamenn séu með öllum mjalla. Við íslendingar getum ekki setið þegjandi hjá þar sem stjórnvöld okkar eru á ýmsan hátt samsek í hernaðarglæpnum með því að hafa herstöð annars risaveldisins í landinu. Auknar hernaðarfram- kvæmdir sem hér eru boðaðar ýta enn undir þá þörf að efla þá krafta sem berjast fyrir afnámi herstöðva og fyrir friðlýsingu hafsvæða. Við tökum undir þá kröfu, að Norðurlönd verði utn aldur og ævi kjarn- orkuvopnalaus. Sannar lýðræðisþjóðir verða að taka frumkvæðið í þessu efni. Sjónarmið stórveld- anna tveggja mega ekki endalaust ráða ferðinni með kenningunni um ógnarjafnvægið. Uppsetning fleiri kjarnorkuflauga í Evrópu er nýr glæpur gagnvart mannkyninu. Baráttumál einstæðra foreldra hér á landi hafa um árabil verið að efla hag þeirra sem einir hafa forræði barna sinna og jafnframt að gera börnum þeirra kleift að komast sem best af. Þetta hefur alltaf verið gott og blessað. En séð í stærra samhengi er þetta allt til lítils ef dagar mannkynsins eru brátt taldir og engin trygging fyrir því að börn okkar eigi sér framtíð. Hvert einasta barn sem fæðist í þennan heim fær í vöggugjöf þrjú tonn af TNT sprengiefni. Það þarf ekki neina spádómsgáfu til að sjá fyrir framtíð þeirra barna, ef slík vitfirring á að fá að halda áfram. En við viljum tryggja þeim framtíð. Við heitum því á alla einstæða foreldra, að þeir taki höndum saman um að krefjast framtíðar fyrir börn okkar — með því að krefjast afvopnunar og afnáms hernaðarbandalaga, að ísland taki ekki þátt í aukn- um kjarnorkuvígbúnaði og segi sig úr NATÓ.“ Friðarhreyfíng íslenskra kvenna Þann 27. maí sl. var stofnuð í Norræna húsinu í Reykjavík Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna. Aðdragandi þess var sá að veturinn 1982 til 1983 höfðu hist alloft tuttugu og sjö reykvískar konur og rætt um nauðsyn og möguleika þess að íslenskar konur legðu sitt af mörkum til að stöðva vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna og stuðla 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.