Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 7

Réttur - 01.07.1983, Side 7
Helgi Seljan: s 1 minningu Eðvarðs Sigurðssonar Mildur var austfirzkur sumarþeyr síðasta daginn. Sóldýrð á tindum, en harmljóð var kveðið í blæinn. Leiftrandi um hug fóru myndir frá minningalundi. Margt ber að þakka, er lokið er síðasta fundi. Fyrst skal þó munað, að dýr var þinn framtíðardraumur. Dáðrík þín barátta, kröftug sem elfunnar straumur. Meitluð þín orð, enda mögnuð í bardagagnýnum. Man ég hve hlustað var grannt eftir tillögum þínum. Peim sem vort þjóðfélag sköpuðu hörðustu höndum helgað var starf þitt og barizt gegn alþýðufjöndum. Auðvaldsins þjónar í fangelsi fengu þér hrundið. Frelsisins eldmóð og hugsjón þeir gátu ei bundið. Farsœl og árangursrík var þín ævi og saga ávinning margan þú sást þina baráttudaga. Hæst ber í minningu hlýja og merlandi gleði. Manngildis hugsjónin hvarvetna í lífinu réði. Alþýðan finna mun brýning í baráttu þinni, bera hátt merkið, svo fátækt og arðráni linni. Dýrmœt var fylgd þín og harmljúf í huganum lifir. Heiðríkja og vordýrð er fagurri minningu yfir.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.