Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 22

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 22
urðssyni manna best til að sameina þetta tvennt í baráttunni. Því var það að fjöldi forustumanna verkalýðsfélaganna gaf út áskorun til alþýðu, undirskrifaða af þeim fyrir hönd félaganna, að koma Eðvarði á þing 1959 og er birt mynd af því stóra plaggi hér (það er í reynd 26x40 cm.). Og það tókst haustið 1959 að fá hann kjörinn á Alþingi íslendinga. Og þar átti hann sæti í 20 ár. Fáir þingmenn hafa verið virtir svo jafnt af félögum sínum sem andstæðing- um eins og hann. Andstæðingarnir flykkt- ust í salinn, er hann tók til máls, — sem var frekar sjaldan og aðeins er mikið lá við, — því þeir vissu að þar sem hann tal- aði hljómaði rödd verkalýðsins með öllum þeim þunga og ábyrgðartilfinningu, er valdi fólksins fylgdi. Það er ógerningur að ætla að rekja í tímaritsgrein allt, sem vannst á þessum tímum harðrar baráttu, enda all ýtarlega gert í eftirmælum í Þjóðviljanum. En það er rétt að minna á eitt táknrænt atriði þessara ára. 1963 reiddi afturhaldið hátt og illa til höggs, svo Dagsbrún ætlaði að svara með ólöglegu verkfalli, er hefjast skyldi 9. nóvember. Þá var það að þeir Ólafur Thors og Eðvarð sömdu til að af- stýra eða a.m.k. fresta ægilegum árekstri stéttanna um að höggið skyldi ei ríða þá, heldur frestast og Dagsbrún aflýsa ólög- legu verkfalli. Svo mikils mat Ólafur að hafa getað átt sinn stóra þátt í þessu sátta- verki milli stéttanna, — þótt stund yrði stutt milli stríða — að hann lét það verða sitt síðasta verk sem forsætisráðherra og baðst lausnarfrá því starfi 14. nóv. 1963. Eðvarði mun og hafa þótt vænt um að geta háð stéttabaráttuna með löglegum hætti, enda var það svo að atvinnurek- endur virtu svo mjög drengskap hans í baráttunni, -—- eins og þeir óttuðust festu hans og hörku, — að þeir sögðu að hverju orði, er hann mælti sem loforð, treystu þeir sem skriflegum samningi. Eðvarð var eðlilega í forustu þeirra sósíalistísku flokka, er hann var í: K.F.Í. — Sósíalistaflokknum, Alþýðubandalag- inu. Og svo var hann auðvitað í stjórn Al- þýðusambandsins, Verkamannasam- bandsins og Dagsbrúnar frá því róttækir verkamenn tóku við völdum í þessum samtökum, t.d. í Dagsbrún í 40 ár (1942- 82). Og hann var í stjórnum þeirra sjóða, sem myndaðir voru með valdi verkalýðs- ins í verkföllunum: Atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs, Styrktarsjóðs Dagsbrúnar og Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar sem og í stjórn Sambands almennra lífeyrissjóða. Sú stéttabarátta, er hann leiddi fram til sigurs, hlóð sífellt fleiri störfum á herðar honum. Líf hans og starf var allt helgað verka- lýðssamtökunum og sósíalistískri hugsjón þeirra. Hann bar sífellt og allstaðar hag hins vinnandi fjölda fyrir brjósti — og hjartað fékk að kenna á þeirri ábyrgðar- tilfinningu, er aldrei yfirgaf hann. Látum samverkamann hans í stjórn Dagsbrúnar og eftirmann hans nú, Guðmund J. Guðmundsson — þann, er lengst starfaði með honum, er þeir Hann- es og Sigurður voru horfnir, — lýsa síð- ustu æfiárunum, svo sem hann gerir í eftirmælunum í Þjóðviljanum 22. júlí, þar sem svo margar ágætar greinar og kveðjur til Eðvarðs er að finna. 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.