Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 64
NEISTAR
Loforð
Bandaríkjastjórnar!
„Við skýrðum rækilega sér-
stöðu okkar sem fámennrar og
vopnlausrar þjóðar, sem hvorki
gæti né vildi halda uppi her
sjálf, og mundum aldrei sam-
þykkja að erlendur her né her-
stöðvar væru í landi okkar á
friðartímum. Dean Acheson
utanríkisráðherra og starfs-
menn hans skyldu fyllilega
þessa afstöðu okkar. Er því all-
ur ótti um það, að fram á slíkt
verði farið við okkur, ef við
göngum í bandalagið, gersam-
lega ástæðulaus."
Bjarni Bendiktsson: Morg-
unblaðið (viðtal) 22. mars
1949. (Um inngönguna í
Nato, sem kveðst hafa
tryggt frið hér í 30 ár!)
Bertolt Brecht
um „þriðja stríðið“
Prófessor Dr. Hans Pischner,
einn stjórnandi ríkisóperunnar í
Berlín, sneri sér til ýmissa starfs-
bræðra sinna utan þýska Alþýðu-
lýðveldisins út af hættunni á ger-
eyðingu í kjarnorkustríði og minnir
í bréfi sínu á eftirtektarverð orð
Bertolt Brechts:
„Hin mikla Kartago háði þrjú
stríð. Kartago var enn voldug
eftir fyrsta stríðið. Það var hægt
að búa í þeirri borg eftir annað
stríðið. En hana var hvergi að
finna eftir þriðja stríðið."
Aðvörun
ættjarðarvinar
„Ég veit ekki, hverju okkur kann
að vera heitið gegn því að Ijá er-
lendu stórveldi fangastaðar á landi
okkar. En ég veit, hvað við
missum, ef við gerum það. Við
missum traust og virðingu allra
þjóða, fyrst þeirrar manndóms-
þjóðar, sem æskir ítaka í landi
okkar, og síðan allra annarra. Við
missum allt tilkall til þess, að fyrr-
verandi samþandsþjóðir okkar og
önnur Norðurlönd liti á okkur öðru-
vísi en sem pólitíska skrælingja.
Við missum sjálfstraust og sjálfs-
virðingu. Við missum, slítum úr
okkur þann hjartastreng, sem
tengir okkur þrautum og sigrum,
sárum og sælu, draumum og dáð-
um horfinna íslenzkra manna. Við
missum Einar Þveræing, Árna
Oddsson tárvotan í Kópavogi,
missum Jón Sigurðsson, því að
við höfum svikið þá alla. Við miss-
um 17. júní 1944, því við umvherf-
um því, sem þá gerðist, í skrum
og skrípaleik. Við missum nú þeg-
ar yfirleitt allt, sem verðmætast er
og með öllu óbætanlegt, en ávinn-
um í mesta lagi í staðinn það eitt,
sem mölur og ryð eyðir og þjófar
stela. Hverju við kynnum að ræna
óborna íslendinga, vitum við ekki.
En það þarf ekki að minna okkur
á, hver kostnaður hlauzt af þeim
fríðindum, sem keypt voru fyrir
réttindaafsals árið 1262. Sjálfan sig
selur enginn nema með tapi, hvað
sem líður hagfræði þessara
gróðatíma. Gömlu mennirnir köll-
uðu það að verzla við fjandann að
meta æru sína til peninga og
leggja framtíð sína ævarandi í veð
fyrir stundarávinning, hvort sem
það var gert af ótta eða ágirnd. Og
þeir höfðu þá trú, aö slík viðskipti
horfðu til lítils ábata.“
Sigurbjörn Einarsson: Úr
ræðunni „Á krossgötum“ í
„Draumar landsins", bls.
98-99. Flutt á útifundi í
Reykjavík 31. mars 1946.
Birt fyrst i „ Vér mótmælum
allir", 2. tbl.
Að fela sólina
íhaldsmenn í borgarstjórn
Reykjavíkur vilja byggja gríðarhá
stórhýsi á lóðum „Völundar" o.fl.
sem myndu skyggja mjög jafnt á
Esjuna sem sólina fyrir íbúa hins
forna Skuggahverfis, sem íhalds-
menn nú vilja gera að sannnefndu
Skuggahverfi, svo eigendur Morg-
unblaðsins o.fl. fái hátt verð fyrir
lóðir sínar. Manni kemur þá í hug
það, sem Halldór Laxness reit um
þá menn fyrir 50 árum:
„Mennirnir, sem barist hafa
með oddi og egg gegn Ijósinu í
bænum og toga mundu sólina
niður af himinhvolfinu til þess
að fela hana fyrir alþýðu suður
f Skildinganesi, ef þeir væru
þess umkomnir..."
Úr „ Þeir koma til yðar í
sauðarklæðum" (Réttur
1930)
(Skýring: Skildinganes var
þá utan Reykjavíkur og
þangað flúðu stóreigna-
menn undan útsvörum etc.)
192