Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 43

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 43
II. En lítum nú nær okkur sjálfum. Á Grænlandi eykst nú árásarundirbún- ingur bandaríska hervaldsins. Það hafði strax í síðasta stríði komið sér upp Thule-herstöðinni og hefur sífellt eflt hana síðan. Stærstu sprengjuflugvél- ar, svo sem „Giant Talk“ eru nú staðsett- ar þar útbúnar öllum fullkomnustu árás- artækjum og firðsambandstækjum við miðstöð yfirherstjórnarinnar og við B-2 sprengjuflugvélarnar, hlaðnar atóm- sprengjum. — Önnur stöð „Green Pine“ er svo höfð til vara, líka reiðubúin til að framkvæma árásarskipanir herstjórnar- innar tafarlaust. Njósnastöðvar Bandaríkjahers eru og staðsettar á Grænlandi. Ein þeirra OL-15 á að vera mikil leynistöð, er tekur á móti skeytum frá gervihnöttum 25 mínútum eftir að þeir fljúga yfir Sovétríkin. Er hún sérstaklega mikilvæg fyrir Bandaríkjaher til að geta hafið stríð svo að segja fyrir- varalaust, hvort heldur væri gegn Sovét- ríkjunum eða öðrum ríkjum. Auk her- stöðvarinnar í Thule hefur Bandaríkjaher svo herstöð í Syðra-Straumfírði, flugvöll og öll tengsl við flugvelli í Bandaríkjun- um og á íslandi3. Bandarísku herforingjarnir viðurkenna í raun að stöðvarnar í Grænlandi séu enn mikilvægari en þær í Alaska. Eru þær al- veg sérstaklega miðaðar við að auðvelda að hefja árásarstríð. í byrjun september sl. kom flota-deild Nato í „heimsókn“ í grænlenskar hafnir, þ- á m. atóm-freigátan „Dewey”. Gre- gory Streeter, yfirflotaforingi Nato á Atl- antshafi kvað heimsóknina mikilvæga. Danska stjórnin hafði ekki fyrir því að til- kynna hana. Jonatan Motzfeld, forsætis- ráðherra Grænlendinga, sagði um heim- sóknina: „Ég veit yfirleitt ekki hver hefur boðið þeim“. Hér heima á bandaríska stríðsstjórnin einhverja þægustu þjóna í utanríkismál- um, sem hún getur óskað sér, enda hafa þar fæstir nokkurt vit á utanríkismálum. Þeir munu nú vera að bjóða Bandaríkja- her njósnastöðvar á Norð-vesturlandi (Vestfjörðum) eða á Norðausturlandi. Þessir skyni skroppnu menn virðast helst hafa áhuga á að hvergi verði óhultur stað- ur til á íslandi, ef til atómstríðs kæmi. — Er það vissulega í samræmi við annan fjandskap þessara þjóna í garð vinnandi fólks á íslandi. Þessir menn eru jafnvel svo glæpsam- lega fáfróðir að þeir álíta að bandaríski herinn haldi íslandi hersetnu til þess að „verja fólkið í landinu“. SKÝRINGAR: 1 Sjá „Rétt“ 1974, bls. 108-129. Svo og 1979, bls. 154-157. 2 Sjá „Rétt“ 1983, bls. 3-13. 3 Sjá „Grönland, Middelhavets perle. Et Indblik í amerikansk atomkrigsforberedelse". Kbh. 1983. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.