Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 4

Réttur - 01.07.1983, Side 4
Iægri nú en um áratugaskeið. Þarf að fara allt aftur til ársins 1953 til þess að finna samjöfnuð. f>að er því ljóst að meginhluti vinnandi manna á íslandi hefur aldrei kynnst jafnlágum kaup- mætti og nú er boðið upp á hér á landi. Söguleg átök Viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar andspænis þessum bráðabirgðalögum hafa verið hörð fordæming. Pegar þetta er skrifað stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að launafólk fái samningsréttinn aftur. Mótmæli verka- lýðssamtakanna hafa verið svo eindregin að gera verður ráð fyrir því að þau muni beita afli til þess að sækja sinn rétt í vetur strax og færi gefst — strax og nægilega styrk samstaða hefur náðst til þess að skapa það afl sem dugir til sigurs. Ríkisstjórnin hefur með bráðabirgða- lögum sínum sagt í sundur friðinn meðal landsmanna. Ríkisstjórnin ber því ábyrgð á því EF til átaka kemur í vetur. Verka- lýðshreyfingin hefur sett fram kröfu um það eitt að fá að semja og gera samninga um kaup og kjör. Verkalýðshreyfingin hefur boðið ríkisstjórninni að koma til móts við launamannahreyfinguna — yfir- gnæfandi meirihluta landsmanna. Velji ríkisstjórnin þann kostinn að hafna kröfum launafólks um samningsréttinn verður að sækja þann rétt með því að beita því afli sem felst í samtökum vinn- andi fólks í landinu. Menn verða að gera sér grein fyrir því að átökin sem nú standa yfir á íslandi eru söguleg átök. Þau snúast um það hvort verkalýðshreyfingunni verða búin starfs- skilyrði á næstu árum sem eru sambærileg við það sem hefur verið um að ræða allt frá árinu 1942 er samtök verkafólks brutu á bak aftur gerðardómslög auðstéttarinn- ar. Ef auðstéttin kemst upp með það að framkvæma samningsbannið í einu og öllu er hætt við að staða verkalýðssam- takanna til þess að sækja sinn rétt á næstu árum verði lakari en verið hefur síðustu áratugina. Þar með væri verkalýðshreyf- ingin í dag að taka á sig ábyrgð á þrengri vígstöðu verkalýðshreyfingarinnar og þar með verri kjörum á komandi árum. Þessa ábyrgð getur verkalýðshreyfíngin ekki tekið á sig — hún hlýtur því að leita allra leiða til þess að losa um fjötra bráða- birgðalaganna. Grunnur að góðu samstarfí í stjórnarandstöðu Eftir kosningar sl. vor varð strax ljóst að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur ætluðu að mynda saman ríkis- stjórn. Steingrímur Hermannsson hafði enga trú á öðru stjórnarmynstri en þeirra og íhaldsins. Þó að Geir Hallgrímsson skilaði stjórnarmyndunarumboði án ár- angurs og Steingrímur líka var það aðeins sýndarmennska. Þeir reyndu báðir til hins ítrasta að eyðileggja stjórnarmyndunar- tilraun Alþýðubandalagsins. Geir Hall- grímsson með leynifundum með öðrum stjórnmálaflokkum á sama tíma og stjórnarmyndunartilraun Alþýðubanda- lagsins stóð yfir og Steingrímur Her- mannsson með því að neita að ræða málin í stjórnarmyndunarviðræðum 5 flokka. Þar reyndi hann aftur og aftur að koma í veg fyrir að viðræður hæfust með yfirlýs- ingum í blöðum um að hann hefði enga trú á því að unnt væri að mynda ríkis- stjórn 5 stjórnmálaflokka. Vissulega var það ekki auðvelt, en eftir að tilraunin hafði verið gerð lá þetta fyrir: 1. Samtök um kvennalista, sem eiga 132

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.