Réttur


Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 4

Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 4
Iægri nú en um áratugaskeið. Þarf að fara allt aftur til ársins 1953 til þess að finna samjöfnuð. f>að er því ljóst að meginhluti vinnandi manna á íslandi hefur aldrei kynnst jafnlágum kaup- mætti og nú er boðið upp á hér á landi. Söguleg átök Viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar andspænis þessum bráðabirgðalögum hafa verið hörð fordæming. Pegar þetta er skrifað stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að launafólk fái samningsréttinn aftur. Mótmæli verka- lýðssamtakanna hafa verið svo eindregin að gera verður ráð fyrir því að þau muni beita afli til þess að sækja sinn rétt í vetur strax og færi gefst — strax og nægilega styrk samstaða hefur náðst til þess að skapa það afl sem dugir til sigurs. Ríkisstjórnin hefur með bráðabirgða- lögum sínum sagt í sundur friðinn meðal landsmanna. Ríkisstjórnin ber því ábyrgð á því EF til átaka kemur í vetur. Verka- lýðshreyfingin hefur sett fram kröfu um það eitt að fá að semja og gera samninga um kaup og kjör. Verkalýðshreyfingin hefur boðið ríkisstjórninni að koma til móts við launamannahreyfinguna — yfir- gnæfandi meirihluta landsmanna. Velji ríkisstjórnin þann kostinn að hafna kröfum launafólks um samningsréttinn verður að sækja þann rétt með því að beita því afli sem felst í samtökum vinn- andi fólks í landinu. Menn verða að gera sér grein fyrir því að átökin sem nú standa yfir á íslandi eru söguleg átök. Þau snúast um það hvort verkalýðshreyfingunni verða búin starfs- skilyrði á næstu árum sem eru sambærileg við það sem hefur verið um að ræða allt frá árinu 1942 er samtök verkafólks brutu á bak aftur gerðardómslög auðstéttarinn- ar. Ef auðstéttin kemst upp með það að framkvæma samningsbannið í einu og öllu er hætt við að staða verkalýðssam- takanna til þess að sækja sinn rétt á næstu árum verði lakari en verið hefur síðustu áratugina. Þar með væri verkalýðshreyf- ingin í dag að taka á sig ábyrgð á þrengri vígstöðu verkalýðshreyfingarinnar og þar með verri kjörum á komandi árum. Þessa ábyrgð getur verkalýðshreyfíngin ekki tekið á sig — hún hlýtur því að leita allra leiða til þess að losa um fjötra bráða- birgðalaganna. Grunnur að góðu samstarfí í stjórnarandstöðu Eftir kosningar sl. vor varð strax ljóst að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur ætluðu að mynda saman ríkis- stjórn. Steingrímur Hermannsson hafði enga trú á öðru stjórnarmynstri en þeirra og íhaldsins. Þó að Geir Hallgrímsson skilaði stjórnarmyndunarumboði án ár- angurs og Steingrímur líka var það aðeins sýndarmennska. Þeir reyndu báðir til hins ítrasta að eyðileggja stjórnarmyndunar- tilraun Alþýðubandalagsins. Geir Hall- grímsson með leynifundum með öðrum stjórnmálaflokkum á sama tíma og stjórnarmyndunartilraun Alþýðubanda- lagsins stóð yfir og Steingrímur Her- mannsson með því að neita að ræða málin í stjórnarmyndunarviðræðum 5 flokka. Þar reyndi hann aftur og aftur að koma í veg fyrir að viðræður hæfust með yfirlýs- ingum í blöðum um að hann hefði enga trú á því að unnt væri að mynda ríkis- stjórn 5 stjórnmálaflokka. Vissulega var það ekki auðvelt, en eftir að tilraunin hafði verið gerð lá þetta fyrir: 1. Samtök um kvennalista, sem eiga 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.