Réttur - 01.07.1983, Blaðsíða 6
Þessir fundir Alþýðubandalagsins hafa
verið mjög vel sóttir. Á einum fundanna
komst ég meðal annars þannig að orði:
„Þessi fundur sýnir að það er afl í Al-
þýðubandalaginu sem er vísir þess sem
koma skal.
Núverandi ríkisstjórn var mynduð í
skjóli sundrungar vinstrimanna. Á því er
enginn vafi. Við skulum jafnframt gera
öllum ljóst að í Framsóknarflokknum er
ekki lengur að finna úrræði fyrir vinstri-
menn; Framsóknarflokkurinn hefur að
vísu um árabil biðlað til vinstri. Það er
liðin tíð. Með stofnun ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar hafa orðið
kaflaskil í íslenskri stjórnmálasögu. Við
þau kaflaskil verður Framsóknarflokkur-
inn kostur handa hægrimönnum í íslensk-
um stjórnmálum.
1942 náðist jafnvægi stéttanna, faglegt
jafnvægi, sem auðstéttin reyndi aldrei að
brjóta niður fyrr en 1983 í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar. Reynslan
frá sumrinu 1983 sýnir að við þurfum að
eiga mikið sterkari stjórnmálasamtök
vinstrimanna sem hafa í fullu tré við
íhaldið. Það er okkar verkefni að skapa
þau samtök.
Meginverkefni okkar á næstu mánuð-
um og árum er að skapa forsendur fyrir
samheldni vinstrimanna þannig að þeir
sem aðhyllast stefnu samhjálpar, jafnrétt-
is og samvinnu geti haft í fullu tré við
íhaldsöflin. Þessi hreyfing vinstrimanna
hlýtur að byggjast á kröfunni um jafn-
rétti, um lýðræði og á skýlausri hollustu
við þjóðfrelsi Islendinga.
Við höfum mikið verk að vinna og við
getum verið bjartsýn þrátt fyrir allt. Al-
þýðubandalagið er svo sterkt afl í íslensk-
um stjórnmálum að við getum náð ár-
angri og knúið fram nýja stjórnarstefnu,
gegn kaupráns- og kerfisflokkunum.“
Þegar þetta er skrifað hefur farið fram
undirskriftasöfnun á vegum verkalýðs-
samtakanna þar sem skorað er á ríkis-
stjórnina að fella úr gildi bráðabirgðalög-
in sem banna samningsréttinn. Veruleg
þátttaka — nærri 35 þúsund manns — var
í undirskriftasöfnuninni sem því hefur
náð til kjósenda allra stjórnmálaflokka.
Það er því ljóst að ríkisstjórnin er nauð-
beygð til þess að taka mark á söfnun
undirskriftanna hvort sem henni líkar
betur eða verr. Enda hafa ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að þeir
séu reiðubúnir til þess að fella lögin um
samningsbann niður enda hafi þau verið
knúin fram af Framsóknarflokknum í
stjórnarmyndunarviðræðunum. Sj álf-
stæðisflokkurinn hefur því selt sannfær-
ingu sína í þessum efnum fyrir ráðherra-
stóla, en flokkur samvinnumanna hefur
gengið harðast fram í því að svipta launa-
fólk mannréttindum í kjaramálum. Þann-
ig eru mótsagnir íslenskra stjórnmála árið
1983. Fleiri og fleiri gera sér ljóst að það
má aldrei aftur gerast að kerfis- og kaup-
ránsflokkarnir nái saman. Alþýðubanda-
lagið er í sókn. Það hefur komið fram á
fundum flokksins að undanförnu sem
hafa verið fjölsóttir svo og í skoðana-
könnunum sem birst hafa. Nú er fram-
undan landsfundur Alþýðubandalagsins.
Þar verður tekin ákvörðun um þá stefnu
sem flokkurinn vill leggja áherslu á á
næstu mánuðum í baráttunni gegn ríkis-
stjórninni og afleiðingunum af stefnu
hennar og starfi.
134