Réttur


Réttur - 01.07.1983, Page 43

Réttur - 01.07.1983, Page 43
II. En lítum nú nær okkur sjálfum. Á Grænlandi eykst nú árásarundirbún- ingur bandaríska hervaldsins. Það hafði strax í síðasta stríði komið sér upp Thule-herstöðinni og hefur sífellt eflt hana síðan. Stærstu sprengjuflugvél- ar, svo sem „Giant Talk“ eru nú staðsett- ar þar útbúnar öllum fullkomnustu árás- artækjum og firðsambandstækjum við miðstöð yfirherstjórnarinnar og við B-2 sprengjuflugvélarnar, hlaðnar atóm- sprengjum. — Önnur stöð „Green Pine“ er svo höfð til vara, líka reiðubúin til að framkvæma árásarskipanir herstjórnar- innar tafarlaust. Njósnastöðvar Bandaríkjahers eru og staðsettar á Grænlandi. Ein þeirra OL-15 á að vera mikil leynistöð, er tekur á móti skeytum frá gervihnöttum 25 mínútum eftir að þeir fljúga yfir Sovétríkin. Er hún sérstaklega mikilvæg fyrir Bandaríkjaher til að geta hafið stríð svo að segja fyrir- varalaust, hvort heldur væri gegn Sovét- ríkjunum eða öðrum ríkjum. Auk her- stöðvarinnar í Thule hefur Bandaríkjaher svo herstöð í Syðra-Straumfírði, flugvöll og öll tengsl við flugvelli í Bandaríkjun- um og á íslandi3. Bandarísku herforingjarnir viðurkenna í raun að stöðvarnar í Grænlandi séu enn mikilvægari en þær í Alaska. Eru þær al- veg sérstaklega miðaðar við að auðvelda að hefja árásarstríð. í byrjun september sl. kom flota-deild Nato í „heimsókn“ í grænlenskar hafnir, þ- á m. atóm-freigátan „Dewey”. Gre- gory Streeter, yfirflotaforingi Nato á Atl- antshafi kvað heimsóknina mikilvæga. Danska stjórnin hafði ekki fyrir því að til- kynna hana. Jonatan Motzfeld, forsætis- ráðherra Grænlendinga, sagði um heim- sóknina: „Ég veit yfirleitt ekki hver hefur boðið þeim“. Hér heima á bandaríska stríðsstjórnin einhverja þægustu þjóna í utanríkismál- um, sem hún getur óskað sér, enda hafa þar fæstir nokkurt vit á utanríkismálum. Þeir munu nú vera að bjóða Bandaríkja- her njósnastöðvar á Norð-vesturlandi (Vestfjörðum) eða á Norðausturlandi. Þessir skyni skroppnu menn virðast helst hafa áhuga á að hvergi verði óhultur stað- ur til á íslandi, ef til atómstríðs kæmi. — Er það vissulega í samræmi við annan fjandskap þessara þjóna í garð vinnandi fólks á íslandi. Þessir menn eru jafnvel svo glæpsam- lega fáfróðir að þeir álíta að bandaríski herinn haldi íslandi hersetnu til þess að „verja fólkið í landinu“. SKÝRINGAR: 1 Sjá „Rétt“ 1974, bls. 108-129. Svo og 1979, bls. 154-157. 2 Sjá „Rétt“ 1983, bls. 3-13. 3 Sjá „Grönland, Middelhavets perle. Et Indblik í amerikansk atomkrigsforberedelse". Kbh. 1983. 171

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.