Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 52

Réttur - 01.07.1983, Side 52
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR í SÓKN Aldrei aftur Hírósíma Friðargangan ’83 var farin 6. ágúst s.l., þá voru 38 ár liðin frá því að Banda- ríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Hírósíma. Herstöðvaandstæðingar og aðrir friðarsinnar fylktu þá liði snemma morguns við víghreiðrið bandaríska á Miðnes- heiði undir kjörorðunum: Aldrei aftur Hírósíma og ísland úr NATO — herinn burt. Það sem einkum var eftirtektarvert við þessa göngu var hve vel hún var undirbú- in, hvað öll áróðurstækni í kringum hana tók fram því sem áður hefur sést og hve vel staðfestist sú trú að Keflavíkurgöngur gefi miklum fjölda nýrra fylgismanna kost á að stíga fyrstu skrefin. Það hefur og ver- ið viðtekin venja að hin magnþrungna krafa herstöðvaandstæðinga, ísland úr NATO — herinn burt, hafi kaffært allar tilraunir til að ná upp nýjum kröfum. En svo var ekki nú. Krafan „Aldrei aftur Hírósíma“ hljómaði nú eins og staðfest- ing þess að friðarbylgjan, sem nú fer yfir hinn iðnvædda heim, er gengin upp á landið. Friðarkeðja herstöðvaandstæð- inga í lok göngunnar vakti verðskuldaða athygli. Göngufólk tók höndum saman og myndaði samfellda röð milli sendiráða Sovétríkjanna og Bandaríkjanna til þess m.a. að vekja athygli á nauðsyn gagn- kvæmrar afvopnunar. Það er okkur bráðnauðsynlegt að hin s.k. friðarbylgja verði virkjuð af ölium friðarsinnum til að skapa breiðfylkingu gegn vígbúnaði í landinu. Hún veitir ef til vill það lag sem lengi hefur verið beðið eftir. Það er heldur ekki seinna vænna, því áform um ný víghreiður út um allt ís- land eiga eflaust einhverjar rætur að rekja til þess hve mótstaðan var lítil. Það tók og ekki nema fáein ár fyrir Pentagon að fá byggða nýja flugstöð, olíuhöfn í Helguvík, olíubirgðastöð á Hólsbjargi og ný sprengjuheld flugskýli á Keflavíkur- flugvelli, þrátt fyrir aðild herstöðvaand- stæðinga í ríkisstjórn. Það er því ljóst að baráttan gegn bandarísku hernaðarvélinni, sem nú lætur sig dreyma um allt frá takmörkuðu kjarnorkustríði í Evrópu til ævintýralegs stjörnustríðs gegn kommúnisma, á eftir að harðna hér á landi. Því er nauðsynlegt að fylkja allri alþýðu gegn íslenska burg- eisavaldinu og öðrum aftaníossum stjórn- arinnar í Pentagon, ef sjálfstæði íslands á ekki að verða bandarísku heimsvalda- stefnunni að bráð. Við skulum vera minnug þess að ís- lensk alþýða hefur látið sér lynda að fá- menn flokkseigendafélög borgaraflokk- anna hafi allt úrslitavald á framvindu 180

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.