Réttur


Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 3

Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 3
Watergate-mafía undirbýr einræðisvald nýríkra Kanaþjóna á íslandi: Samsæri svartasta afturhalds í Ihaldi og Framsókn gegn íslenskri þjóð Nú er skammt stórra höggva á milli af hálfu ríkustu auðkýfinga, sem að völd- um hafa setið á Islandi. Auðséð er að ekki skai bíða boðanna, heldur tryggja þessari valdaklíku einræðisaðstöðu í íslensku efnahags- og menningarlífí. Hún óttast að, ef beðið er, kunni alþýða manna að vakna það fljótt, að henni verði steypt af stóli. Hver árásaraðgerðin á almenning hefur fylgt annari: hinum hræddu auðvaldsdrottnum, sem í senn gera sig seka um þjófnað og rán, er brátt í brók. Það þarf ekki aðeins að ræna alþýðu, heldur og blinda hana svo að ýmist samþykki hún í auðmýkt niðurlægingu sína eða þori ekki að leggja til þeirar bar- áttu, er fellt geti núverandi kaupránsstjórn og Watergate-mafíu hennar frá völdum. I. Frumkvöðlar fátæktarinnar nýju Kaupránið mikla Bráðabirgðalögin um kaupránið mikla, sem ríkisstjórn íhalds og Framsóknar gaf út, er stórfelldasta rán, sem framið hefur verið á launþegum íslands og var rætt í leiðara síðasta „Réttar“. Og því er misk- unnarlaust hótað að sæki alþýða manna rétt sinn og knýji fram umsamið kaup- gjald, þá skuli dollarinnn margfaldaður í verði, svo dýrtíðin fái að skella á alþýðu á ný. (Sjá línurit á bls. 207.) Þetta er sú arðránsaðferð, sem beitt hefur-verið að bandarískum ráðum, allt frá 1950 að bandarískt vald fyrirskipaði í krafti Marshallsamnings að hækka dollar- inn úr rúmum 6 krónum í rúmar 16 krón- ur — og fara þannig að áfram, ef verka- lýðurinnn dirfðist að bæta kjör sín. (Línurit á bls. 223 sýnir allt að 40 ára bar- áttu til að halda kaupmættinum frá 1945.) Með þessari þjófnaðaraðferð, sem hin- ir amerísku sérfræðingar í þeirri grein kenndu íslenskri yfirstétt, hefur í rúm 30 ár verið rænt vægðarlaust: Kaupgetu verkalýðsins, sparifé almennings og verð- gildi sjóða eins og atvinnulevsistrygginga- sjóðs verkalýðsfélaganna og annara al- mannasjóða. 195

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.