Réttur


Réttur - 01.10.1983, Side 9

Réttur - 01.10.1983, Side 9
Fjórir formenn „Sóknar“: Margrét Auðunsdóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Aðalheiður Hólm. Guðmunda Jónsdóttir. minnst á eina samþykkt „Sóknar“. „Sókn“ hefur frá því hún var stofnuð fyrir 50 árum af Aðalheiði Hólm, er var fyrsti formaður hennar og stóð framar- lega í Kommúnistaflokki íslands, verið dugandi málsvari kvenna og annars lág- launafólks undir stjórn þeirra fjögurra formanna, er þar hafa verið þessa hálfa öld, en þær eru auk Aðalheiðar Hólm: Guðmunda Jónsdóttir, Margrét Auðuns- dóttir og nú Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Á fundi 14. nóvember 1983 var m.a. eftirfarandi samþykkt gerð út af árás ríkisstjórnarinnar á verkafólk: „Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um afnám samningsréttar og vísitölubóta á laun hafa þegar skert kaupmátt verka- fólks um það bil 30% og kjaraskerðingin heldur áfram meðan stefna stjórnarinnar nær fram að ganga og verðlagið hækkar meira en kaupið. Þessi bráðabirgðalög eru liður í aðgerðum ríkisvaldsins til að velta byrðum kreppunnar yfír á herðar verkalýðsins. Yerkafólkið er látið borga styrki til atvinnurekenda og fjármála- manna til að auka gróða þeirra. Það er því augljóst og liggur í hlutarins eðli að ríkisstjórnin mun ekki aflétta bráðabirgðalögunum af sjálfsdáðum heldur fylgja þeim eftir með áframhald- andi árásum á vinnandi fólk. Ríkisstjórnin mun aldrei ganga til 201

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.