Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 18

Réttur - 01.10.1983, Page 18
Stjórn S.U.K. 1923. Fremst: Haukur Björnsson og Hendrik Ottósson. Aftar: Jakob Ottósson, Árni Guðlaugsson og V.S.V. þess og miðaði blaðið þá fyrst og fremst við æskulýðinn. En þegar það gerist var Haukur kominn til Vestmannaeyja og á kaf í pólitíska starfið þar. Pað er 1926 að Haukur flytur til Eyja. En þar voru fyrir einhverjir bestu foringj- ar kommúnistahreyfingarinnar á Islandi, þeir ísleifur Högnason og Jón Rafnsson og höfðu raunverulega forustu fyrir rót- tækri verkalýðshreyfingu þar. Pað er þetta þrístirni: ísleifur, Jón og Haukur sem hefja útgáfu „Eyjablaðsins“ þann 26. sept. 1926. Er verkamannafélag- ið „Drífandi“ útgefandinn og blaðið viku- blað. Var Haukur strax stórvirkur í skrif- um í blaðið, ekki síst um hreyfinguna er- lendis, svo sem Sovétríkin og byltinguna í Kína. Hélt hann og fyrirlestra um þessi efni, ekki síst stóratburðina í Kína. Al- þjóðahyggjan, eitt besta einkenni góðs sósíalista, var alla ævi ríkur þáttur í fari Hauks og starfi hans öllu. „Eyjablaðið“ hætti í ársbyrjun 1927, en um haustið hóf „Vikan“ göngu sína og höfðu nú bæst í hóp skriffinna þeir Steindór Sigurðsson og Andrés Straumland, nýkominn frá Ruskin College í Oxford og varð einn af okkar bestu baráttumönnum. Jafnaðarmann afélag Vestmannaeyja tók við útgáfu „Vikunnar“ 24. nóv. 1928 og hélt það blað áfram til aprílmánaðar ísleifur Högnason 210

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.