Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 30

Réttur - 01.10.1983, Page 30
Af hverju hækkar íslenska valdaklíkan dollarann, ef að kaup launafólks hækkar? Hin eðlilega afleiðing af kauphækkun verkamanna og annars launafólks væri að yfirstéttin skipulegði atvinnulífíð skynsamlegar, lélegustu atvinnurekendurnir færu máske á hausinn, en þjóðfélagið sem heild yrði betur rekið á eftir. En af hverju svara atvinnurekndur allt- af síðan 1950, kauphækkun verkamanna með hækkun dollarans? Ástæðurnar eru að þeir græða á því sem nú skal greina: 1. Valdaklíkan á íslandi lítur á verð- bólguna sem aðalgróðalind sína: með hækkun dollarans lækkar hún kaupgjald verkalýðsins með því að auka verðbólg- una. Og þannig rýrir hún og verðgildi allra sjóða verkalýðsins, t.d. atvinnuleys- istryggingasjóðs. 2. Valdaklíkan sker í krafti dýrtíðar- innar niður verðgildi lána sinna í ríkis- bönkunum. 3. Verðmæti eigna valdaklíkunnar margfaldast, svo og verðmæti erlendra peningaeigna braskaranna. Ef það á að stöðva dýrtíðina á íslandi þá á það að gerast á kostnað valdaklík- unnar, ekki verkalýðsins. Orsökin til þess að valdastéttin reynir nú að stöðva verðbólguna, eingöngu á kostnað alls launafólks, er að valdastéttin var að setja ísland á hausinn með því að hafa með sífelldum dollarahækkunum í 30 ár, — samkvæmt bandarískum ráð- leggingum — hækkað dollaralánin í Bandaríkjunum og annarsstaðar svo að ísland var orðið eitt skuldugasta land heimsins — og Kaninn, yfirherra valda- klíkunnar, sagði stopp. En gerspillt yfirstéttin íslenska hótar nú að margfalda dollarann í gildi, ef verkalýðurinn unir því ekki að láta stela af sér kaupgjaldinu — með lögum! — Og af hverju hótar yfirstéttin þessu, sbr. út- reikninga Vinnuveitendasambandsins? Af því þessir herrar, með örfáum undan- tekningum, eru ófærir um að stjórna at- vinnulífi íslands og hagnýta auðæfi þess. Kunna ekki að skipuleggja atvinnurekst- ur af viti, eyða hundruðum miljóna króna í vitlausar fjárfestingar, henda dýrmætum hráefnum í sjóinn og láta aðra stórkost- lega möguleika til framleiðslu innlends efnis ónotaða vegna þekkingarleysis síns, — með öðrum orðum: af því þessi valda- klíka braskara er ófær um að stjórna ís- 222

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.