Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 41

Réttur - 01.10.1983, Page 41
„Slíkur er böðull þinn, hann, sem þú valdir til herra“ „Helsprengjuregn verður gjöf hans til barnanna þinna(í (Varnaðarorð Jakobínu Sigurðardóttur í „Morgunljóð“ 1960) er fögnuðu slíku framferði, að villa um fyrir þjóðinni og ná völdum í nýjum „kosningum“ undir bandarískri vernd. — F*að er ómögulegt að ræða allar þær að- ferðir sem voldug, vopnuð samviskulaus valdaklíka getur notað gagnvart varnar- lausri smáþjóð, jafnvel þó hún gripi ekki til þeirra ráða, er beitt var með hennar aðstoð í Guatemala 1954 eða Chile 1973. En líklegt er að hvaða ráðum: blekk- ingum og ofbeldi, sem bandaríska valda- klíkan beitti, — þá myndi íslensk þjóð, ef hún í eitt sinn hefði af sér rifið ameríska álagahaminn, hata kúgara sinn því heitar í hjarta sínu, því lengur sem hún yrði að búa við helsi hans. Alþýðan í Chile sýnir oss að 10 ára fasismi fær ekki drepið kjarkinn úr þjóð, sem vill fá aftur frelsi sitt. En meðan hjarta þjóðar vorrar enn er heitt og hugur hennar aftur heiður, þá er lifsvon enn, — meðan friðarhreyfing meðal mannkynsins eflist og varnarmátt- ur Sovétþjóðanna helst svo að bandaríska „hernaðar- og stóriðju-klíkan“ þori ekki í allsherjar-atómstríð, — þá á mannkynið og vér þar með sér enn lífs- og framtíðar von. Og þá gæti jafnvel það kraftaverk gerst að friðarhreyfing mannkynsins efldist svo um gervalla jörð að meira að segja sjálf bandaríska þjóðin risi upp gegn „hern- aðar- og stóriðju-klíkunni", sem er að leiða hana og heiminn gervallan í glötun, 233

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.