Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 45

Réttur - 01.10.1983, Page 45
in í sögunni nær fram að ca. 1931. Anna Seghers náði vel tii alþýðunnar með þess- ari skáldsögu, enda hefur hver útgáfan af henni rekið aðra. Eftir valdatöku Hitlers voru bækur hennar bannaðar og hún flúði til Frakklands. Þar birtust ýmsar af frægustu bókum hennar, svo sem „Der Weg durch den Februar“ (,,Febrúargangan“), sem fjallar um febrúaruppreisn verkamanna í Vín 1934. Frægust varð hún af skáldsög- unni „Das siebte Kreuz“ („Sjöundi Krossinn“), sem kom út í Mexico 1942-3, en þangað hafði hún orðið að flýja undan herjum Hitlers er þeir tóku Vestur-Evrópu — og eyðileggja áður handritið að bók- inni, en af tilviljun komst afrit, er hún sendi til New York á leiðarenda. í Mex- ico starfaði hún mikið með útlögum eins og blaðamanninum frægasta: Egon Erwin Kisch. Árið 1947 sneri hún heim og settist að í því landi, sem varð Þýska alþýðulýð- veldið (DDR). Var hún mjög dáð þar, varð formaður rithöfundasambandsins og naut hvarvetna mikils heiðurs og ástar. Reit hún þar margar nýjar skáldsögur og hafa skáldrit hennar, aðeins hjá útgáfu- fyrirtækinu Aufbau, komið út í yfir þrem miljónum eintaka. Að því sem mér er best kunnugt hefur lítið verið þýtt eftir þessa ágætu skáld- konu á íslensku. Björn Fransson þýddi nokkra kafla úr „Febrúargangan“ í Rauða penna 1935 og gefinn var út um sama leyti í bæklingi „Síðasta ferð Kol- oman Wallisch“ en svo hét einn af leið- togum verkamanna í Vínaruppreisninni, sem reyndi að bjarga herdeild verka- manna eftir ósigurinn, en lét sjálfur lífið. E.O. 237

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.