Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 46

Réttur - 01.10.1983, Page 46
MAGNTJS JÓHANNSSON FRÁ HAFNARNESI: Ljóð og óbundið mál Snjótittlingar , Það hefur snjóað í nótt. Jörðin er hvít eins og líkklæði. Snjótittlingarnir fljúga til og frá til að leita sér að korni í lítil nef. Peir eru í hlýjum pelsum, sem verja þá fyrir kuldanum, en kræklurnar grannar, sem læsast um trjágreinarnar, ósköp eru þeir kuldalegir. Mikið vildi ég gefa til að gefa þeim hlýja flókaskó til að vera í. Það er sárt að vera fátækur í janúar. Konan á ströndinni Á hverjum morgni allan ársins hring hvort heldur það var sumar, vetur, vor og haust, gekk hún út á ströndina og horfði til hafs eins og hún vænti sér einhvers þaðan. Ekkert aftraði göngu- för hennar, hvorki stormur, regn né særok. Fyrir mörgum árum fórst unnusti hennar í lendingunni er hann var að koma úr fiskiróðri. Hann var efnilegur sjómaður og skipsstjórnandi, ofurhugi hinn mesti og hafði látið þau orð falla að sjórinn vildi sig ekki. Þá var hún ung og fögur með hörgult mikið hár. Nú var hún orðin lotin, handahnýtt og gráhærð. Þannig getur sorgin og ellin umskapað manneskjuna. Og einn morgun er menn gengu út á ströndina fundu þeir hana í flæðarmálinu. 238

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.