Réttur


Réttur - 01.01.1986, Page 24

Réttur - 01.01.1986, Page 24
sæmst aö afnema þau í ágúst, er það kom saman. En Dagsbrún samdi nú um 8 stunda vinnudag, 40% hækkun á grunnkaupi, 50% álag á grunnkaup fyrir eftirvinnu og 100% álag fyrir nætur- og helgidagavinnu. Alþýða íslands var byrjuð að brjóta af sér hlekki fátæktarinnar, er þjáð hafði hana um aldir. II. Um 6 vikna verkfallið mikla 1955 Sósíalistum hafði í nóvember 1954 tek- ist í samstarfi við vinstri menn Alþýðu- flokksins að ná Alþýðusambandinu úr helgreipum hernámsflokkanna þriggja, er höfðu þar stjórn á sínu valdi síðan 1948. Höfðu þeir á þessu tímabili lækkað launin gífurlega með hækkun dollarans 1950 að undirlagi bandarískra erindreka úr rúm- um 6,50 kr. í 16,32 kr. Var launalækkunin af þessum orsökum orðin upp undir 20%, þótt nokkuð tækist að draga úr henni með verkföllum 1951 og 1952, en hinsvegar bættist nú atvinnu- leysi ofan á, skipulagt af ríkisstjórninni með því að svifta menn frelsi til húsbygg- inga nema með leyfi fjárhagsráðs. Mörg verkalýðsfélög hófu kauphækk- unarbaráttu 1954 og Alþýðusambands- þing samþykkti að nauðsyn væri á alls- herjarkauphækkun. Hótaði ríkisstjórnin að svara slíku með gengislækkun. Sam- þykkti Dagsbrúnarfundur 27. janúar 1955 einróma áskorun til verkalýðsflokkanna um stjórnmálalega samstöðu til að fella ríkisstjórnina og Alþýðusambandsstjórn beitti sér og fyrir slíku samstarfi á póli- tíska sviðinu. 18. mars 1955 hófu 14 verkalýðsfélög í Reykjavík verkfall, en síðan bættist Verkamannafélag Akureyrar við. Hér skulu aðeins rifjuð upp einstök atriði í sambandi við verkfall Dagsbrún- ar. Þetta varð eitthvert harðasta og lengsta verkfall, sem Dagsbrún hefur háð. Aftur- haldið í ríkisstjórninni hafði einsett sér að nú skyldi hart næta hörðu: Verkalýðs- hreyfingin skyldi brotin á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Dagsbrún setti nú verkfallsverði á allar aðflutningsleiðir til Reykjavíkur, svo og í Hvalfirði, því alveg sérstaklega varð að stöðva bensínflutningana m.a. voru göt- urnar girtar af og allir bílar athugaðir. Fengu engir bensín nema með leyfi verk- fallsnefndarinnar. Þegar ráðherrar og lögregla urðu að sækja um leyfi til verk- fallsnefndarinnar til að fá bensín á bíla sína, er sagt að hernámsliðinu hafi blöskrað og spurt hverskonar land þetta væri þar sem ráðherrar og lögregla yrðu að biðja kommúnista um leyfi til að fá bensín á bíla sína! Talið er að alls hafi Dagsbrún haft um 800 manns á skrá til að gegna verkfalls- vörslu ef á þyrfti að halda og voru venju- lega 200 manns á verði á hverjum hluta sólarhringsins. íslenska lögreglan hafði og eftirlit með ýmsum í þessum hörðu átökum og var sagt að Guðmundur J. Guðmundsson hefði haft fastan sama stól niður á lög- reglustöð, svo oft var hann sem einn aðal- leiðtogi verkfallsins kallaður þangað til að svara fyrir aðgerðir verkfallsmanna. Svona verkfall er dýrt fyrir verkamenn og brátt tók að ganga svo á verkfallssjóð Dagsbrúnar að til þurrðar horfði. Þrátt fyrir safnanir í sjóðinn og þá alþjóðlegu samúð, sem verkalýðsfélögin i Dan- 24

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.