Réttur


Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 24

Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 24
sæmst aö afnema þau í ágúst, er það kom saman. En Dagsbrún samdi nú um 8 stunda vinnudag, 40% hækkun á grunnkaupi, 50% álag á grunnkaup fyrir eftirvinnu og 100% álag fyrir nætur- og helgidagavinnu. Alþýða íslands var byrjuð að brjóta af sér hlekki fátæktarinnar, er þjáð hafði hana um aldir. II. Um 6 vikna verkfallið mikla 1955 Sósíalistum hafði í nóvember 1954 tek- ist í samstarfi við vinstri menn Alþýðu- flokksins að ná Alþýðusambandinu úr helgreipum hernámsflokkanna þriggja, er höfðu þar stjórn á sínu valdi síðan 1948. Höfðu þeir á þessu tímabili lækkað launin gífurlega með hækkun dollarans 1950 að undirlagi bandarískra erindreka úr rúm- um 6,50 kr. í 16,32 kr. Var launalækkunin af þessum orsökum orðin upp undir 20%, þótt nokkuð tækist að draga úr henni með verkföllum 1951 og 1952, en hinsvegar bættist nú atvinnu- leysi ofan á, skipulagt af ríkisstjórninni með því að svifta menn frelsi til húsbygg- inga nema með leyfi fjárhagsráðs. Mörg verkalýðsfélög hófu kauphækk- unarbaráttu 1954 og Alþýðusambands- þing samþykkti að nauðsyn væri á alls- herjarkauphækkun. Hótaði ríkisstjórnin að svara slíku með gengislækkun. Sam- þykkti Dagsbrúnarfundur 27. janúar 1955 einróma áskorun til verkalýðsflokkanna um stjórnmálalega samstöðu til að fella ríkisstjórnina og Alþýðusambandsstjórn beitti sér og fyrir slíku samstarfi á póli- tíska sviðinu. 18. mars 1955 hófu 14 verkalýðsfélög í Reykjavík verkfall, en síðan bættist Verkamannafélag Akureyrar við. Hér skulu aðeins rifjuð upp einstök atriði í sambandi við verkfall Dagsbrún- ar. Þetta varð eitthvert harðasta og lengsta verkfall, sem Dagsbrún hefur háð. Aftur- haldið í ríkisstjórninni hafði einsett sér að nú skyldi hart næta hörðu: Verkalýðs- hreyfingin skyldi brotin á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Dagsbrún setti nú verkfallsverði á allar aðflutningsleiðir til Reykjavíkur, svo og í Hvalfirði, því alveg sérstaklega varð að stöðva bensínflutningana m.a. voru göt- urnar girtar af og allir bílar athugaðir. Fengu engir bensín nema með leyfi verk- fallsnefndarinnar. Þegar ráðherrar og lögregla urðu að sækja um leyfi til verk- fallsnefndarinnar til að fá bensín á bíla sína, er sagt að hernámsliðinu hafi blöskrað og spurt hverskonar land þetta væri þar sem ráðherrar og lögregla yrðu að biðja kommúnista um leyfi til að fá bensín á bíla sína! Talið er að alls hafi Dagsbrún haft um 800 manns á skrá til að gegna verkfalls- vörslu ef á þyrfti að halda og voru venju- lega 200 manns á verði á hverjum hluta sólarhringsins. íslenska lögreglan hafði og eftirlit með ýmsum í þessum hörðu átökum og var sagt að Guðmundur J. Guðmundsson hefði haft fastan sama stól niður á lög- reglustöð, svo oft var hann sem einn aðal- leiðtogi verkfallsins kallaður þangað til að svara fyrir aðgerðir verkfallsmanna. Svona verkfall er dýrt fyrir verkamenn og brátt tók að ganga svo á verkfallssjóð Dagsbrúnar að til þurrðar horfði. Þrátt fyrir safnanir í sjóðinn og þá alþjóðlegu samúð, sem verkalýðsfélögin i Dan- 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.