Réttur


Réttur - 01.01.1986, Side 40

Réttur - 01.01.1986, Side 40
ERNESTO CARDENAL: Komið er að kvöldtíðum Komið er að kvöldtíðum og kirkjan sýnist í rökkrinu krökk af djöflum. Nú er tími myrkursins og glaumsins. Tími fyrir svallveislur mínar. Og fortíð mín snýr aftur. „Og synd mín er æ fyrir augum mér“. Með við kyrjum sálmana trufla minningarnar bænina líkt og útvarp eða glymskratti. Rifjast upp atriði úr kvikmyndum, martröðum, einverustundir á hótelum, dansleikir, ferðalög, kossar og barir. Og upp rísa andlit gleymd. Skuggaleg atvik. Somoza gengur myrtur út úr grafhýsi sínu. (Með Sihon, konungi Amoríta, og Og, konungi af Basan). Ljósin í Copacabana glampa við bakkann í svörtu vatni sem streymir úr holræsum Managua. Fáránleg samtöl um svallsamar nætur endurtekin í sífellu, rétt einsog rispuð plata. Og ópin frá spilaborðunum og glymskrattarnir. 40

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.