Réttur - 01.01.1986, Page 40
ERNESTO CARDENAL:
Komið er að kvöldtíðum
Komið er að kvöldtíðum og kirkjan
sýnist í rökkrinu krökk af djöflum.
Nú er tími myrkursins og glaumsins.
Tími fyrir svallveislur mínar. Og fortíð mín snýr aftur.
„Og synd mín er æ fyrir augum mér“.
Með við kyrjum sálmana trufla minningarnar
bænina líkt og útvarp eða glymskratti.
Rifjast upp atriði úr kvikmyndum, martröðum,
einverustundir á hótelum, dansleikir, ferðalög, kossar og barir.
Og upp rísa andlit gleymd. Skuggaleg atvik.
Somoza gengur myrtur út úr grafhýsi sínu. (Með
Sihon, konungi Amoríta, og Og, konungi af Basan).
Ljósin í Copacabana glampa við bakkann í svörtu vatni
sem streymir úr holræsum Managua.
Fáránleg samtöl um svallsamar nætur
endurtekin í sífellu, rétt einsog rispuð plata.
Og ópin frá spilaborðunum og glymskrattarnir.
40