Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 18

Réttur - 01.04.1975, Síða 18
marsson, Gils Guðmundsson og Einar Ol- geirsson deildu harðlega á aðfarir danskra stjórnvalda í Grænlandi, kváðu grænlensku þjóðina ekkert hafa samþykkt í þessum efn- um og álitu að Islendingum bæri að styðja Grænlendinga í frelsisbaráttu þeirra. Lögðu þeir til að ísland greiddi atkvæði gegn inn- limuninni á allsherjarþinginu. Þeir Pétur Ottesen og Haraldur Guðmundsson töluðu einnig gegn tillögunni og báru fram breyt- ingatillögu. Voru umræður allharðar, en svo fór að breytingatillögur voru allar felldar, en tillaga stjórnarinnar samþykkt með 30 atkv. gegn 20. (Lesa má um þessar umræður í Alþingistíðindum 1954 D bls. 6—60). Til þess að tryggja að gæsluverndarráð S.Þ. (4. nefnd) fengi að vita um mótmælin á Alþingi íslendinga gegn innlimuninni sendu þeir Finnbogi og Einar 22. nóv. sím- skeyti til Dag Hammarskjöld, aðalritara S.Þ., með upplýsingum um umræður, gagntillög- ur og atkvæðagreiðslur með tilmælum um að láta gæsluverndarráði þá vitneskju í té. Alþingi Islendinga hafði — undir forustu helmingaskiptastjórnarinnar — ekki mann- dáð í sér til að mótmæla innlimun Græn- lands í Danmörku, en meirihlutinn var samt ekki nógu forhertur til að samþykkja hana beinlínis, heldur kaus að leggja blessun sína yfir verkið með hjásetunni og þögninni. Þarmeð tók ísland á sig sök gagnvart Græn- lendingum. Það er tími til kominn að bæta fyrir þau afglöp. II. VERÐUR GRÆNLAND ALGERLEGA OFURSELT ALÞJÓÐLEGU AUÐHRINGAVALDI? Dönsk stjórnarvöld hafa brugðist þeim heitum, er S.Þ. voru gefin 1954. Grænlend- 98 ingar hafa ekki fengið jafnrétti á við danska borgara, nema aðeins um kosningarétt. Danska auðvaldið hefur eyðilagt hinn hefð- bundna grundvöll fyrir atvinnulífi Grænlend- inga, fiskveiðar þeirra sjálfra frá litlu sjáv- arþorpunum. Áttatíu fiskimannabyggðir hafa lagst niður frá stríðslokum. Grænlendingum hefur verið þjappað saman sem verkalýð í nokkrum bæjum, til að vinna þar við dönsk atvinnufyrirtæki á dönskum höndum. 87% af útflutningi Grænlands er fiskur og fisk- afurðir. Það er enn „Konunglega Grænlands- verslunin'' (KGH) sem sér um þann útflutn- ing og líklega eru það dönsk og alþjóðleg auðfélög sem ráðstafa þessari framleiðslu Grænlendinga. — Giskað er á að IRMA, sem Unilever kvað eiga hlut í, sjái mest um söluna í Danmörku, en fyrirtækið Beauvais- Plumrose, sem 0st-asiatisk Kompagni (0K) á, hafi samvinnu við Findus, m.a um söluna utan Danmerkur. — Það auðvaldsskipulag, sem dönsk stjórnvöld þvinga upp á Græn- lendinga, bakar þeim öryggisleysi og atvinnu- leysi og færir þeim í æ ríkara mæli þá spill- ingu, er siglir í kjölfar arðráns og rótleysis. Og samtímis veiða svo erlendir aðilar 90% alls aflans, sem fæst á grænlenskum fiskimið- um. Hættan á að þau verði þurrausin eykst í sífellu. Dönsk stjórnvöld eru svo sjálf að þurr- ausa þær auðlindir á landi, sem Grænlend- ingar ættu sjálfir að njóta: I Ivigtut hefur danska ríkið rekið kryolit- námurnar í meira en heila öld og grætt ótald- ar milljónir á. í Qutdligssat hefur verið rekin kolanáma, en þegar hún gefur ekki nægan gróða leng- ur, er henni lokað og íbúarnir fluttir burt. Nú mun byrjað að vinna zink og blý úr fjallinu „Svarti engillinn" í Mamorilik hjá Umanak. Það er hlutafélagið Greenex, sem hefur einkaleyfi til þess reksturs. Það er skráð

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.