Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 18
marsson, Gils Guðmundsson og Einar Ol- geirsson deildu harðlega á aðfarir danskra stjórnvalda í Grænlandi, kváðu grænlensku þjóðina ekkert hafa samþykkt í þessum efn- um og álitu að Islendingum bæri að styðja Grænlendinga í frelsisbaráttu þeirra. Lögðu þeir til að ísland greiddi atkvæði gegn inn- limuninni á allsherjarþinginu. Þeir Pétur Ottesen og Haraldur Guðmundsson töluðu einnig gegn tillögunni og báru fram breyt- ingatillögu. Voru umræður allharðar, en svo fór að breytingatillögur voru allar felldar, en tillaga stjórnarinnar samþykkt með 30 atkv. gegn 20. (Lesa má um þessar umræður í Alþingistíðindum 1954 D bls. 6—60). Til þess að tryggja að gæsluverndarráð S.Þ. (4. nefnd) fengi að vita um mótmælin á Alþingi íslendinga gegn innlimuninni sendu þeir Finnbogi og Einar 22. nóv. sím- skeyti til Dag Hammarskjöld, aðalritara S.Þ., með upplýsingum um umræður, gagntillög- ur og atkvæðagreiðslur með tilmælum um að láta gæsluverndarráði þá vitneskju í té. Alþingi Islendinga hafði — undir forustu helmingaskiptastjórnarinnar — ekki mann- dáð í sér til að mótmæla innlimun Græn- lands í Danmörku, en meirihlutinn var samt ekki nógu forhertur til að samþykkja hana beinlínis, heldur kaus að leggja blessun sína yfir verkið með hjásetunni og þögninni. Þarmeð tók ísland á sig sök gagnvart Græn- lendingum. Það er tími til kominn að bæta fyrir þau afglöp. II. VERÐUR GRÆNLAND ALGERLEGA OFURSELT ALÞJÓÐLEGU AUÐHRINGAVALDI? Dönsk stjórnarvöld hafa brugðist þeim heitum, er S.Þ. voru gefin 1954. Grænlend- 98 ingar hafa ekki fengið jafnrétti á við danska borgara, nema aðeins um kosningarétt. Danska auðvaldið hefur eyðilagt hinn hefð- bundna grundvöll fyrir atvinnulífi Grænlend- inga, fiskveiðar þeirra sjálfra frá litlu sjáv- arþorpunum. Áttatíu fiskimannabyggðir hafa lagst niður frá stríðslokum. Grænlendingum hefur verið þjappað saman sem verkalýð í nokkrum bæjum, til að vinna þar við dönsk atvinnufyrirtæki á dönskum höndum. 87% af útflutningi Grænlands er fiskur og fisk- afurðir. Það er enn „Konunglega Grænlands- verslunin'' (KGH) sem sér um þann útflutn- ing og líklega eru það dönsk og alþjóðleg auðfélög sem ráðstafa þessari framleiðslu Grænlendinga. — Giskað er á að IRMA, sem Unilever kvað eiga hlut í, sjái mest um söluna í Danmörku, en fyrirtækið Beauvais- Plumrose, sem 0st-asiatisk Kompagni (0K) á, hafi samvinnu við Findus, m.a um söluna utan Danmerkur. — Það auðvaldsskipulag, sem dönsk stjórnvöld þvinga upp á Græn- lendinga, bakar þeim öryggisleysi og atvinnu- leysi og færir þeim í æ ríkara mæli þá spill- ingu, er siglir í kjölfar arðráns og rótleysis. Og samtímis veiða svo erlendir aðilar 90% alls aflans, sem fæst á grænlenskum fiskimið- um. Hættan á að þau verði þurrausin eykst í sífellu. Dönsk stjórnvöld eru svo sjálf að þurr- ausa þær auðlindir á landi, sem Grænlend- ingar ættu sjálfir að njóta: I Ivigtut hefur danska ríkið rekið kryolit- námurnar í meira en heila öld og grætt ótald- ar milljónir á. í Qutdligssat hefur verið rekin kolanáma, en þegar hún gefur ekki nægan gróða leng- ur, er henni lokað og íbúarnir fluttir burt. Nú mun byrjað að vinna zink og blý úr fjallinu „Svarti engillinn" í Mamorilik hjá Umanak. Það er hlutafélagið Greenex, sem hefur einkaleyfi til þess reksturs. Það er skráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.