Réttur


Réttur - 01.04.1975, Side 27

Réttur - 01.04.1975, Side 27
Hér gefur að líta mynd af átta af þeim þúsundum pólitískra fanga, sem dvelja nú í dýflissum fasista- stjórnarinnar I Suður-Afríku. Þessir forustumenn eru: (Efri röð): Abram Fischer, nú látinn, — Dorothy Nyemi, dæmd I 15 ára fangelsi, — Nelson Mandela, dæmdur í ævilangt fangelsi. einn höfuðleiðtogi og löngum formaður ANC (afríska þjóðþingsflokksins) hefur oft áður verið um hann ritað I ,,Rétti",2) — Billy Nair, dæmdur til 20 ára fangelsisvistar. — I neðri röð: Walter Sisulu, einn aðalleiðtogi A.N.C., dæmdur í ævilangt fangelsi, — Denis Goldberg, dæmdur í ævilangt fangelsi, — Ahmed Kathrada, dæmdur i ævilangt fangelsi, — Govan Mbeki, dæmdur I ævilangt fangelsi. (Mynd þessi er tekin úr þvi ágæta tímariti, African Communist, sem oft hefur verið minnst á hér). námugreftri og námu- og vatnsréttindum. Hann fjallaði einnig um mörg meiðyrðamál. Og frá upphafi starfsvega sinna var hann jafnan fús að taka að sér mál svertingja, sem lent höfðu í forboða- og vegabréfaneti lög- reglunnar, og sá þá ekki til launa. Skömmu fyrir handtökuna hafði hann verið starfandi í félagi hæstaréttarlögmanna lengur en nokk- ur annar, og um skeið var hann forseti þess. ✓ A fjórða áratugnum, er hann var að fram- ast í málflutningi við hæstarétt, gekk hann í Kommúnistaflokk S.-Afríku; en hann var þá löglegur flokkur. Mörgum aðdáendum hans þarlendis og erlendis hefur þótt þetta súrt í brotið. En það er samt efalaust vitnisburður um algeran heiðarleik hans í stjórnmálum, að hann fyllti þann eina flokk, sem var á móti yfirdrottnun hins hvíta minnihluta. Og hann dró heldur aldrei dul á þá staðreynd. Árið 1946, eftir verkfall 100.000 námu- 107

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.