Réttur


Réttur - 01.04.1975, Page 30

Réttur - 01.04.1975, Page 30
haldiÖ áfram að bjóða Verwoerd-stjórninni birginn í dómsölum. Þegar valdhafar hafa gert löggjöfina að skækju sinni, er erfitt að þjóna réttvísinni. Bram tók því hinn sama kost og þúsund'r andfasista, sem risu gegn nazismanum í Evrópu, — kaus að fara huldu höfði til þess að klekkja á harðstjórn, sem ekki var hótinu frýnilegri en blóðveldi nasista. Með því kveikti hann von í brjóstum 8.500 stjórnmálafanga í S.-Afríku og fjöl- skyldna þeirra, og hörundsdökkra olboga- barna landsins miljónum saman. I augum þeirra, sem enn berjast gegn Apartheid, er hann tákn hugrekkis og hugsjónatryggðar. Hann sat dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pretoríu. Fyrir fangaklefa hefur hann fórn- að auði, hróðri, þægindum, tignarstöðu, — forréttindalífi í sjálfu forréttindaþjóðfélagi hvítra manna. En anda hans verður ekki blótað á bak við fangelsismúra. Hann er einn þeirra fáu hvítu S.-Afríkumanna, sem kunna að hafa hin fjölbreytilegustu lífsviðhorf og skoðanir í stjórnmálum og trúarefnum, en eiga sam- merkt í því að sætta sig ekki þegjandi við þjóðfélag, sem grundvallað er á mannvonsku, og láta ekki gróm þess á sér festa. En eins og þeim er misboðið er gjörvöllu mannkyni misboðið ásamt þeim af ómennsku stjórn- kerfi, sem afsiðar hvíta og svarta og hefur öll æðri gildi mannlegs félags að háði og spotti. Líf Abrams Fischers er eldskírsla MANNS, — þess lifandi anda sem engin harðstjórn fær grandað. Þorsteinn Valdimarsson þýddi lauslega. SKÝRINGAR: ..Réttur" hefur áður b:rt grein um Bram Fischer 1966, b.'s. 207—215, og er þar og hluti úr varnar- ræðu hans 1966, en hún var gefin út undir he'.tinu ,,What I did was right" (Það sem ég gerði var rétt) 1966, norsk þýðing 1967. 2) Um Nelson Mandela má lesa í „Rétti", 1966, þls. 100—104 og var þar stuðst við bók hans ,,No easy walk to freedom" (Engin auðveld leið til frels- is), er út kom i London 1965 með formála eftir þáverandi forseta Algier, Ben Bella. — Nelson Mandela var eins og Sisulu, Mbeki, Kathreda og Goldberg í Rivonia-réttarhöldunum 1964. Walter Sisulu átti ásamt Mandela höfuðþátt í að gera A.N.C. að þeim róttæka, vigreifa þaráttuflokki, sem hann nú er. Sisulu er fæddur 1912, Mandela 1918. 110

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.